Freyr - 01.10.1997, Blaðsíða 43
Mjaltakerfið
Hvað er venjulega að?
Isænska blaðinu Husdjur nr. 10.,
1997 er grein rituð af Friede-
mann Ludtke. Þar segir af reynslu
Gunillu Hugsén, sem Iítur eftir og
gerir við mjaltavélar í Svíaríki.
Ekki er ólíklegt að eitthvað séu
vandamálin svipuð hér á landi.
Greinin hljóðar svo í lauslegri
þýðingu.
Gunilla Haugsén hefur mikla reynslu
af ástandi mjaltakerfa eftir fimmtán
ára starf á þessum vettvangi og hún
er ekki í neinum vafa um svarið.
Of afkastalítil mjaltakerfi
Það er mjög algengt að mjaltakerfi
séu með of þröngar sog- og mjólkur-
lagnir og of litlar sogdælur. Mjalta-
kerfið nær ekki að fjarlægja mjólk-
ina á þeim stutta tíma sem mjalta-
vakinn starfar. Afleiðingin verður sú
að sogsveiflur myndast vegna mjólk-
urtappanna í rörunum. Vandamálið fer
vaxandi með aukinni nyt. Þá er það
ekki óalgengt að tíu til tuttugu ára
gamlar mjólkur- og soglagnir séu
lengdar, þegar fjós eru stækkuð, án
þess að afköst mjaltakerfanna séu
aukin.
Sogskiptar
Regluleg hreinsun sogskipta er það
sem Gunilla vill hafa í fyrirrúmi. Það
þarf að hreinsa þá einu sinni í mánuði
en er gert miklu sjaldnar. Gott verk-
færi í það er tannbursti. Þá má einnig
blása úr þeim með þrýstilofti.
Soglögnin
Algengt er að afköst mjaltakerfa
rými vegna óhreininda í soglögnum,
leka eða slæmrar hönnunar. Það er
ekki óalgengt að kerfm hafi aðeins
hálf afköst vegna óhreininda í sog-
lögnum. Sogslöngur og soglagnir
þarf að þvo öðm hvoru. Reglan þarf
að vera sú að gera það minnst árlega
GuniIIa Hugsén mœlir afköst sog-
dœlu, sem átti að ajkasta 1.000 l/mín.
en reyndist aðeins dœla 500 l/mín.
og alltaf ef maður veit að mjólk hef-
ur komist í sogkerfið.
Mjólk kemst í sogkerfið, rifni
spenagúmmi eða þegar mjólkað er
með vélfötu og hún veltur um eða
yfirfyllist.
Sogjafnarnir
Þá þarf að skoða og þrífa reglulega.
Gömlu lóðaventlamir geta farið að
vinna vitlaust séu þeir óhreinir og það
sama gildir um himnusogjafnana.
Molar
Rlý landbúnaðarstefna ESB
Yfirmaður landbúnaðarmála í Evr-
ópusambandinu, ESB, Franz
Fischler, hefur kynnt ný áhersluat-
riði sambandsins í landbúnaði. þau
em:
• Bætt samkeppnisstaða landbún-
aðarins í ESB.
• Tryggari afhending og aukin
gæði búvara.
Sogskiptinn þarf að hreinsa einu
sinni í mánuði. Einfalt er að gera
það með tannbursta.
Júgurheilbrigði
Eitt atriði leggur Gunilla Hugsén
mikla áherslu á. Þegar hún skoðar
mjaltakerfi vill hún að sá sem mjólk-
ar sé með henni í verki svo hægt sé
að gera honum grein fyrir því sem er
að og hvað hann getur gert sjálfur.
Hún hefur einnig orðið vör við
tregðu bænda við að ræða sín á milli
um júgurheilbrigði kúnna. Það lítur
út fyrir að bændur veigri sér við að
ræða um vandamál varðandi júgur-
heilsu kúnna við utanaðkomandi að-
ila, segir hún. Þetta vandamál þurfa
bændur að yfirstíga.
Þýðing: Sigtryggur Björnsson
• Lífskjör fólks sem starfar við
landbúnað verði tryggð.
• Tekið verði aukið tillit til um-
hverfissjónarmiða við búvöm-
framleiðslu.
• Reglugerðir um stjóm fram-
leiðslunnar verði einfaldaðar.
Áhugasömustu ESB-löndin um
endurbætur á landbúnaðarstefnu
sambandsins em England,
Svíþjóð, Danmörk og Holland en
tregust eru Þýskaland, Belgía og
Austurríki.
(Bondevennen nr. 40/1997)
10.-12. ‘97 - FREYR -419