Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 2
Molar
Bújörðum í Danmörku
HEFUR FÆKKAÐ UM
HELMING Á 20 ÁRUM
Um það bil önnur hver bújörð í
Danmörku hefur verið tekin úr
rekstri eða lögð undir aðra jörð sl.
20 ár. Þróunin í dönskum land-
búnaði hefur öll verið í áttina að
færri en stærri rekstrareiningum á
þessum tíma og spáð er að sú
þróun sé langt I frá til lykta leidd.
Tækniframfarirnar hafa gert
þetta mögulegt og hagkvæmni
við stækkun búanna er óum-
deild.
Árið 2002 voru um 50 þúsund
býli I rekstri í Danmörku en árið
1982 voru þau rúmlega 112 þús-
und. Á sama tíma hefur land í
rækt dregist saman um 7,7 %.
Mest er fækkun býlanna á
Borgundarhólmi, eða 60%, og á
Fjóni um 55%. Það eru einkum
býli af meðalstærð sem hverfa,
en þau eru of stór til að vera
tómstundabýli en of lítil til að
vera með eigin rekstur. Þá gerist
það annað hvort að búrekstri er
hætt á þeim eða þau eru lögð
undir aðra jörð en heimildir til að
sameina jarðir hafa verið rýmk-
aðar.
Fækkun býla er minnst á Sjá-
landi eða aðeins um þriðjung.
Það sem veldur því er að mikil
eftirspurn er meðal fólks sem
Altalaö á kaffistofunni
Spámaður í sínu
föðurlandi
Eftirfarandi vísu orti Eysteinn
G. Gíslason í Skáleyjum að
gefnu tilefni:
Góð erflíkin gefin mér
úr grófu ullarbandi.
Spámaður ég orðinn er
í eigin föðurlandi.
stundar vinnu sína í borgum og
bæjum, svo sem í Kaupmanna-
höfn, að stunda búskap I hluta-
starfi með launaðri vinnu. í sam-
ræmi við það eru bújarðir á Sjá-
landi að meðaltali minnstar í
landinu.
Áætlað er að eftir 15 ár verði
einungis 30 þúsund bújarðir eftir í
Danmörku og jafnframt enn stærri
að meðaltali en nú. Nú er meðal
svínabú með um 1000 grísa
framleiðslu, en því er spáð að eft-
ir 15 ár verði þeir 4000. Jafnframt
er því spáð að ræktunarland á
jörð verði þá um 160 hektarar en
eru nú 87 hektarar. Aðal áhyggju-
efni Dana í þessu sambandi er
ráðstöfun á svínaskítnum á stór-
um svínabúum en strangar reglur
gilda um að svínabú hafi nægt
land undir skítinn.
(Landbruksavisen nr. 41/2003)
Áætlunum um erfða-
BREYTT HVEITI FRESTAÐ
Bandaríska erfðatæknifyrirtæk-
ið Monsanto hefur hætt, a.m.k.
um sinn, þróunarvinnu sinni við
að setja á markað erfðabreytta
hveitiyrkið Roundup Ready
Wheat. Yrkið hefur mætt andbyr
á öllum mikilvægum hveitimörk-
uðum og fyrirtækið telur verkefn-
ið ekki munu skila þeim hagnaði
sem að er stefnt.
Opinberlega ber Monsanto því
fyrir sig að hveitiræktun skili
minni hagnaði en aðrar tegundir,
en ákvörðunin um að hætta þró-
unarvinnunni var tekin eftir við-
ræður við stóra viðskiptavini fyrir-
tækisins. Hveitiræktendur víða
um veröld óttast að erfðabreytt
hveiti verki eins og rauð dula á
hveitikaupendur um allan heim.
Monsanto fór fram á algjöran
stuðning viðskiptavina sinna á
árlegum fundi hveitiræktenda í
Atlanta nýlega sem og af hálfu
Samtaka hveitiræktenda í
Bandaríkjunum. Þennan stuðn-
ing fékk fyrirtækið ekki.
„Roundup Ready Wheat“ er
ætlað að verða fyrsta erfða-
breytta hveitiyrkið á almennum
markaði, en það er þolið gegn ill-
gresiseyðingarefninu Roundup.
Stjórnendur fyrirtækja í banda-
rískum hveitiiðnaði hafa hvað eft-
ir annað varað við þvi að mikil-
vægir erlendur hveitikaupendur
hætti að kaupa bandariskt hveiti
ef erfðabreytt hveiti verði sett á
markað.
Þessi gagnrýni er einkum hörð
innan ESB en lönd þess keyptu
bandarískt hveiti fyrir 220 milljón
dollara árið 2002. Þá eru Japanir
einnig mjög andsnúnir erfða-
breyttu hveiti.
Bandarísk fyrirtæki, sem
kaupa og mala hveiti, hafa einnig
lýst sig tortryggin gagnvart þessu
yrki og samkvæmt könnunum er
bandarískur almenningur tor-
tryggnari gagnvart erfðabreyttu
hveiti en t.d. sojabaunum eða
maís.
Þá telur Hveitiráð Kanada,
sem er stærsta hveitiviðskiptafyr-
irtæki heims, að 80% hveitikaup-
enda hafni erfðabreyttu hveiti.
Þetta fyrirtæki var fyrsta stóra
fyrirtækið á hveitimarkaðnum,
sem opinberlega hafnaði erfða-
breyttu hveiti.
Þróunarvinnu við Roundup
Ready hefur nú verið stöðvuð,
uns viðhorf til þess verða já-
kvæðari. i staðinn mun fyrirtækið
leggja áherslu á erfðabreyttar
tegundir sem meiri sátt er um,
svo sem sojabaunir og baðmull.
(Landsbygdens Folk nr. 20/2004).
12 - Freyr 5/2004