Freyr - 01.06.2004, Page 13
gróðri. Væntanlega þarf sérstak-
lega að hafa auga með svæðum
þar sem svínaskít er dreift og
sauðfé beitt á svæðið eða fóðrið
gefið sauðfé.
Sínk Zn
Meðalmagn sínks í jarðskorp-
unni er 70 mg/kg en að meðaltal-
i 100 mg/kg í basalti (6) og mun
vera á því róli i íslensku bergi (5),
breytileikinn er þó mikill eða 70 -
200 mg/kg. Sínk, sem losnar úr
bergtegundum við veðrun, binst
við lífræn efni jarðvegsins og er
bindingin mjög föst við hátt sýr-
ustig eins og raunar á við um alla
þunga málma.
Sínk er snefilefni og í jurtum er
skortur helst í ávöxtum en einnig í
kartöflum. Skortur er þó sennilega
ekki til á Islandi. Skaðleg áhrif á
jurtir koma fram þegar sínkmagn í
þeim fer í 200 - 400 mg/kg en í ís-
lensku grasi fúndust að meðaltal-
i 22 - 39 mg/kg, mismunandi eft-
ir stöðum en mest mældist 112
mg/kg (2).
Þar sem allmikið sínk getur ver-
ið i íslensku bergi má búast við að
magn í jarðvegi sé oft nálægt
þýsku forvamargildunum, eins og
hinar fáu greiningar á íslenskum
jarðvegi benda til (3) og fram
kemur í 3. töflu. Það er þvi rétt að
fara gætilega með viðbót. Sínk er
notað í ryðvamarefni og er einn
mest notaði þungi málmurinn.
Sínk berst þó ekki auðveldlega á
ræktunarland, helst með skólpi og
seyru. Vandamál vegna of mikils
sínks í jarðvegi er að mestu bund-
ið við námusvæði, iðnaðarsvæði
og innan þéttbýlis er sínk í jarð-
vegi oft meira en í strjálbýli.
NikkelNi
Magn nikkels í bergi er mjög
breytilegt. I basalti, sérstaklega í
ólivín basalti, getur nikkelmagn
verið mjög hátt, 100 til yfir 2000
mg/kg (5 og 6) og gæti leitt til Ni
4. tafla. Kadmíum (Cd) (mg/kg) og sýrustig (pH) í jarðvegi
eftir áburðarmeðferð og dýpt. Sýni úr tilraun með mis-
munandi köfnunarefisáburð nr. 19-54 á Skriðuklaustri. Ár-
legur fosfórskammtur frá 1954 til 1996 30,6 kg/ha. (4).
Dýpt sm Enginn áburður 120 N Kjami 120 N ammóníum súlfat 121 ka spalt 3 N Ik- pétur
Cd pH Cd pH Cd pH Cd pH
0-5 0,2 6,3 0,8 5,8 0,5 3,8 1,0 6,9
5-10 0,1 6,7 0,4 6,9 0,8 4,4 0,4 7,2
10-20 * 6,9 0,3 7,3 0,5 6,2 0,1 7,2
* Ekki greinanlegt
gilda í jarðvegi sem em yfir þýsku
forvarnargildunum. Magn í ís-
lenskum jarðvegi er ekki þekkt en
í grasi fannst að meðaltal-
i 0,7 - 3,0 mg/kg og hæsta gildi
var 7,1 mg/kg (2). Eituráhrifa fer
fyrst að gæta ef magn þess í plönt-
um fer yfir 11-30 mg Ni/kg (6).
Nikkel berst með loftmengun,
skólpi og seyru og því sennilega
mjög lítið í íslenskt ræktunar-
landi. Aukningu á nikkel í jarð-
vegi er því frekar að vænta í þétt-
býli en í dreifbýli.
Aðrir þungir málmar
Kvikasilfur og króm em málm-
ar sem lítið eða ekkert er vitað
um í íslenskum jarðvegi. Kvika-
silfur binst mjög fast við lífræn
efni jarðvegsins og þar sem ís-
lensk ræktunarjörð er yfirleitt
með mikið af lifrænum efnum er
líklegt að það, sem í jarðveginn
berst, bindist en fari ekki áfram í
næringarkeðjur. Kvikasilfur er
mjög eitrað, sérstaklega nokkrar
lífrænar bindingar, og er því
mjög varasamt. Einungis mjög
lítið magn getur mengað stórt
svæði.
Er hægt að yfirfæra
EVRÓPSKAR VIÐMIÐANIR?
Oft er sagt að íslenskur jarðveg-
ur sé mjög ólíkur jarðvegi ná-
grannaþjóðanna og þá er eðlilegt
að spurt sé hvort hægt sé að notast
við viðmiðanir frá Evrópu. Þessu
er ekki auðsvarað en benda má á
að:
* Islenskur jarðvegur inniheldur
að jafnaði mikið af lífrænum
efnum sem binda mörg skaðleg
efni mjög fast.
* Islenskur jarðvegur inniheldur
mikið af jámsamböndum sem
binda þunga málma þannig að
þeir eru ekki teknir upp af
gróðri.
* Sýmstig íslensks jarðvegs er að
jafnaði frekar hátt.
Á móti kemur að:
* Blöndun efstu sentimetra jarð-
vegs er hæg á Islandi nema í
ökmm og görðum. Tún eru
sjaldan unnin og stórar jarð-
vegslífverur, stórir ánamaðkar,
eru sjaldgæfir. Því er líklegt að
skaðleg efni, sem berast á yfir-
borð, bindist þar og geti borist
með ryki eða jarðvegsmengun í
fóður, ekki síður en með upp-
töku jurta.
* Islenskur jarðvegur er mjög
léttur í sér og því þarf minni
viðbót til að auka styrk hlut-
fallslega. I Evrópulöndum er
miðað við að í plægðu lagi akra
Freyr 5/2004 - 13 |