Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 20

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 20
Alls eru 15 aðallitir I islenska hestinum; jarpt, brúnt, rautt, moldótt, leirljóst, hvitingi, bleikálótt, fifilbleikt, móálótt, vindótt, grátt, litförótt, glóbrúnt, glójarpt og glóbjart. Auk þess koma fyrir skjótt og slettuskjótt með aðallitunum, 45 stakir litir alls. útrýmdu menningu fyrri íbúa svo rækilega að öll ömefni á eyjunum í dag eru norsk. Þess vegna má telja Hjaltlandshestinn norskan.10 Almennt er álitið að íslenski hesturinn hafi komið hingað til lands um landnám og ekki er vit- að um neinn innflutning á hross- um hingað síðan. I Landnámu er getið um einstaka hesta sem komu til landsins um landnám. Þar er sagt írá Flugu sem kom með skipi í Kolbeinsárós og týndist í Brimnesskógum. Þórir dúfunef á Flugumýri keypti vonina í Flugu og fann hana seinna. Fluga var allra hrossa skjótust. Undan Flugu kom Eiðfaxi. Hann var fluttur til Noregs og varð sjö manns að bana við Mjösa á einum degi og lét lífíð þar sjálfúr." I Þorskfirðinga sögu er sagt frá Gull-Þóri sem átti gauskan (sænskan) hest sem var hlaupari og hét Kinnskær. Hann var alinn á komi vetur og sumar. Þórir reið þessum hesti yflr Þorskaíjörð, hvort sem var flóð eða fjara, og var hesturinn mikil gersemi. Nafnið Kinnskær bendir til að hesturinn hafi verið með hvítar (skærar) kinnar. Þá hefur hann verið slettuskjóttur, með hvítt höf- uð upp fyrir augu og mikið hvítt á kvið.12 Hestalitir Margir litir eru til í íslenska hestinum. Islendingar virðast hafa lagt mikið upp úr því að eiga hesta með fallega liti. í Laxdælu er sagt frá hestum Bolla Þorleikssonar sem voru hvítir, en með rauð eyru og ennistopp. Fleiri dæmi eru í fomum sögum af hestum með fal- lega liti Af þessari litagleði hefur leitt að fleiri litir em til í íslenska hestinum en í flestum öðrum hestakynjum.13 Alls em 15 aðallit- ir taldir vera til í íslenska hestin- um: Brúnt, jarpt, rautt, moldótt, leirljóst, hvítingjar, blcikálótt, fíf- ilbleikt, móálótt, grátt, litförótt, | 20 - Freyr 5/2004

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.