Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 21
vindótt, glóbrúnt, glójarpt og gló-
bjart.14 Með öllum þessum litum
getur komið fyrir skjótt og slettu-
skjótt, þannig að heildarfjöldi lita-
afbrigða getur orðið 45.
Þar við bætist að í mörgum til-
vikum geta tveir sjálfstæðir litir
komið báðir fram í blendingum
milli tveggja lita. Þar eru algeng-
astir blendingar innbyrðis á milli
jarpra, bleikra og bleikálóttra lita
annars vegar og leirljósra og
moldóttra hins vegar, og einnig á
milli vindótta litarins annars veg-
ar og ýmissa lita hins vegar.
Gangtegundir
Alls eru taldar vera fimm gang-
tegundir í íslenskum hrossum.
Þær eru fet, brokk, tölt, stökk og
skeið. Mörg erlend hestakyn hafa
aðeins fet, brokk og stökk, en tölt
og skeið er sjaldgæft eða ekki til í
mörgum erlendum hrossakynjum.
Islenski hesturinn hefur náð
mikilli útbreiðslu erlendis á síð-
ustu áratugum. Kemur þar margt
til. Hann er sterkur, viðráðanlega
stór, þjáll í skapi og góðgengur.
Fjöldi gangtegunda gerir hann
sérstaklega eftirsóknarverðan sem
þægilegan og þolinn heimilishest.
Jafnframt er hann eftirsóttur
keppnishestur á hestamótum hér á
landi og víða í Evrópu.
Skyldleikarœkt
Nýlegar rannsóknir sýna að það
fer í vöxt að eftirsóttir stóðhestar og
synir þeirra séu svo mikið notaðir að
virkum fjölda einstaklinga í stofhin-
um fari fækkandi og sé hann nú
kominn niður fyrir 100 einstaklinga.
Til að taka á þessum vanda þarf að
vega saman kosti góðs einstaklings
til kynbóta og neikvæð áhrif hans
vegna þess hve miklu hann bætir í
óheppilega skyldleikarækt.
Þessi fækkun á fjölda virkra
einstaklinga í stofninum leiðir til
að skyldleikarækt á eftir að fara
ört vaxandi í næstu framtíð, ef
svona mikilli notkun vinsælla
stóðhesta er haldið áfram. Fari
svo getur erfðabreytileiki í stofn-
inum lækkað svo mikið að kyn-
bótaframfarir minnki verulega,
eða jafnvel að framtíð íslenska
hestsins sé stefnt í voða.15
Sauðfé
Uppruni
Beinar rannsóknir á uppruna ís-
lenska sauðijárins eru fáar. Þó er
Ijóst að það heyrir til fjárkyns sem
hefur verið víða í Norður-Evrópu
og er kallað Norður-Evrópska
stuttrófúkynið. Önnur ijárkyn í
Evrópu eru með langa rófú.
Mörg einkenni á íslensku sauð-
fé eiga sér hliðstæðu í gamla,
norska stuttrófukyninu (spælsau).
I báðum kynjum koma fyrir litim-
ir golsótt, botnótt, svart og mó-
rautt, bæði kynin hafa stutta rófú
eða dindil, og í báðum kynjum
koma fyrir hymdir hrútar, hymdar
ær, kollóttir hrútar og kollóttar ær.
Kollótt fé verður stundum örðótt
eða hnýflótt með aldrinum.
Hymdu stuttrófúfé hefur þó fækk-
að í Noregi og kollóttu fjölgað.
Uppruni Kleifafjárins
Bogi Benediktsson í Hrappsey
náði sér í spánskt fé til Breiða-
fjarðar um 1760, á svipuðum tíma
og Hastfer stofnaði fjárræktarbúið
á Elliðavatni. Fjárkynið sem Bogi
fékk mun þó ekki hafa verið
spánskt heldur að öllum líkindum
skoskt Cheviot fé og gæti hafa
verið komið frá Elliðavatni.158
Bogi fluttist að Staðarfelli í
Dölum og missti allt fé sitt í
kláðaniðurskurði upp úr 1772. En
Sauðalitir
[jkv\ >
V M
Freyr 5/2004 - 211