Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 25

Freyr - 01.06.2004, Blaðsíða 25
2. tafla. Samanburður á afkvæmum Stramma og níu sam- anburðarhrúta Lambafeður A Strammi B Aðrir (9) Yfirburðir A % Yfirburðir Ax2 % Fjöldi lamba 17 116 Lærastig (0-5) 4,1 3,7 +11,2 +22,4 Fótleggur, mm 112 111 +0,8 +1,6 Flatarmál bakv.,mm2 15,6 13,8 +13,2 +26,4 Fituþykkt á síðu, mm 8,6 9,2 -14,6 -29,2 Vöövi, % 63,3 60,6 +4,5 +9,0 Fita, % 24,9 27,6 -9,7 -19,4 Stórvirkur erfðavísir væntanlegur í % afkvæma: 50% 100% honum leið sem aðrar kindur í hópnum fylgja. Þetta fé er kallað forystufé. Yfirlitsgrein um ís- lenskt forystufé var birt á alþjóð- legri búijárræktarráðstefnu í Kan- ada árið 1994 og vakti þar verð- skuldaða athygli.25 Forystuíjár er getið í Jónsbók sem gefrn var út árið 1281.26 Forystufé var ákaflega mikils metið fyrr á tímum þegar fé var látið vera úti á beit á vetuma. Veð- urglöggar forystukindur vildu stundum ekki fara út úr húsi á morgnana. Þær áttu það til að leg- gja af stað frá beitilandinu heim á leið þó að ekkert bæri á veður- breytingu, en þá brást ekki að hríðarveður var skammt undan. Hrútlömb af forystukyni voru oft gelt og látin ganga á beit með ám og öðmm sauðum. Eftirfarandi saga segir frá smalamönnum sem voru að smala svokölluð Fljótsdrög. Þau liggja norðan við Langjökul, en sunnan við Stóra-Sand.27 Morguninn sem verið var að reka féð úr Fljóts- drögum norður yfir Stóra-Sand gerði iðulausa norðvestan stór- hríð I jjárhópnum var reyndur for- ystusauður sem var kallaður Svínavatns-svartur. Gangnafor- inginn afréð að treysta á Svart og láta hann fara á undan fjárhópn- um, í þeirri trú að hann myndi rata yfir Sandinn. Hann bað mennina að gæta þess vandlega að halda hópinn. Svartur tók svo forystuna og féð fylgdi á eftir og veðrið var iðu- laust. Svartur kom afturfyrir hóp- inn öðru hvoru, þegar þykk klakabrynja hafði safnast fyrir vit- in á honum svo aó hann var alveg blindur. Menn brutu klakabiynj- una framan úr honum og hann fór fram fyrir hópinn aftur og hélt áfram. Ferðin gekk slysalaust klukku- tímum saman, þangað til Svartur nam staðar og vildi ekki fara lengra, og þar var tjaldað. Morg- uninn eftir, þegar veðrið hafði gengið niður, kom í Ijós að Svart- ur hafði numið staðar kvöldið áð- ur í venjulegum áfangastaó norð- an við Stóra-Sand. Margar sögur em til af íslensku forystufé. Þær sýna að forystufé hefúr einstaka ratvísi og kjark og teymir fjárhópinn á eftir sér heim til húsa þó að ekki sjái út úr aug- unum og venjulegt fé og venjulegt fólk geti enga björg sér veitt. Eftir því sem best er vitað er forystufé ekki til neins staðar í heiminum nema á Islandi. Höf- undur þessa pistils flutti erindið um íslenska forystuféð á áður- nefndri alþjóðaráðstefnu búvís- indamanna í Kanada og var svo að skilja að þetta væri í fyrsta skipti sem áheyrendur heyrðu um þetta fyrirbæri.28 Geitur Uppruni íslenskar geitur em vafalítið komnar frá Noregi eins og annað það búfé sem á Islandi er. Homa- lagi og litum á íslenskum geitum svipar mjög mikið til þess sem gerist í Noregi, nema hvað norsk- ar geitur em með fjölbreyttari liti. Litamynstur í geitum á Islandi em fímm. Þau em hvítt, grátt, gol- sótt, botnótt og svart, en svart er í rauninni ekkert mynstur. Aðeins eitt litarefni er í íslensk- um geitum, en það er svartur litur. Mórautt er ekki til í geitum á ís- landi en það er til í geitum erlend- is og þar er mórauði liturinn ríkj- andi, en hann er eins og kunnugt er víkjandi í sauðfé. Það virðast alltaf hafa verið fáar geiturá Islandi. I uppgreftri á hús- dýrabeinum frá Aðalbóli í Hrafn- kelsdal og á Hákonarstöðum á Jökuldal kom í ljós að lítill hluti af þeim beinum sem upp komu voru af geitum, en meginið af sauðfé. Beinin lágu undir öskulagi frá Heklu 1158.29 Fyrsta talning á geitum hér á landi var árið 1703. Frá þeirri taln- ingu og fram til 1850 var fjöldi geita á bilinu 800-1000 einstak- lingar. Árið 1890 vom skráðar geitur í algem lágmarki, nálægt 100 einstaklingar. En frá 1900 - 1930 fjölgaði geitum umtalsvert og töldust þá nærri 3000. Talið er að bamafólk í þéttbýli með lágar tekj- ur hafi þá fengið sér geitur til að hafa mjólk handa ungum bömum. Árið 1994 var gerð úttekt á skyldleikarækt í íslenska geita- stofninum. Geitin reyndist vera mikið skyldleikaræktuð, en áhrif skyldleikaræktarinnar vom minni en búist hafði verið við. Var niður- staðan tiilkuð á þann veg að fáar geitur hefðu verið í hverri hjörð og veruleg skyldleikarækt í þeim öll- um. Þá hafi dáið út þeir stofhar sem þoldu skyldleikaræktina verst, en þeir sem þoldu hana betur hafi lifað Freyr 5/2004 - 25 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.