Freyr - 01.06.2004, Page 34
Barst út sú fréttin fleyga,
fyndist þar heimur víður,
enginn sem vildi eiga
utan skrœlingjalýður.
Kátur á kvöldum lagði
Kólumbus þá við eyra.
Vildi oft, svo hann sagði,
söguna aftur heyra.
Molar
KáNADÍSKUR BÓNDl
TAPAR MÁLI GEGN
ERFÐATÆKNIFYRIRTÆK-
INU Monsanto
Percy Schmeiser, kanadískur
bóndi frá Bruno í Saskatchewan,
hefur eftir margra ára baráttu
tapaö máli í Hæstarétti sem
erfðatæknifyrirtækiö Monsanto
höfðaði gegn honum fyrir ræktun
á erfðabreyttu rapsi sem Mon-
santo hefur einkaleyfi á.
Hæstiréttur Kanada féllst á
það að Percy Schmeiser hefði
sáð erfðabreyttum rapsi, svo-
nefndu Roundup Ready Canola
yrki án þess að greiða fyrir það
leyfisgjald.
Upphaf málsins má rekja til
ársins 1997 þegar starfsmenn
Monsanto fundu erfðabreytta
rapsinn á býli Schmeisers. Hann
fullyrti aftur á móti að erfða-
breyttur raps yxi þar án vilja
hans eða athafna og að hann
hefði frjóvgast utan frá eða borist
á annan hátt í akurinn fyrir
slysni.
Schmeiser hefur nú verið
dæmdur til að afhenda allt raps-
útsæði sitt sem inniheldur
erfðabreyttan raps. Hæstiréttur
komst jafnframt að þeirri niður-
stöðu að Percy Schmeiser hefði
ekki hagnast á hinu einkaleyfis-
skylda yrki og skyldi því ekki
greiða fyrirtækinu bætur. Hins
Uppfrœddur efni slíku
út lét hann stefni beina.
Uppgötva Ameríku
aftur vildi hann reyna.
Sigldi hann snotrum snekkjum,
snortinn af þessum lestri.
Urslitin öll við þekkjum,
enn birtust lönd í vestri.
Kunn eru og kennd í skóla
Kristófers afrek snjöllu.
Því fœst mi kókakóla
Og Kentökky fræd með öllu.
Aftur fannst Ameríka,
enn mátti vínber smakka,
en leiðangur sá var líka
Leifi heppna að þakka.
vegar skyldi hvor aðili málsins
um sig greiða málskostnað
sinn.
Percy Schmeiser hefur opnað
vefsíðu þar sem hann fjallar um
mál sitt. Þar kveðst hann ekki
kæra sig um að rækta erfða-
breyttar jurtir á jörð sinni. Hins
vegar segist hann alla tíð hafa
barist fyrir því að bændur megi
rækta sitt eigið útsæði; Það hef
ég sjálfur gert í 50 ár og ég mun
áfram berjast fyrir því.
Mál hans hefur vakið mikla at-
hygli í Kanada og stærsta dag-
blað landsins, Toronto Star, hefur
í ritstjórnargrein hvatt til opinberr-
ar umræðu um erfðabreyttar jurt-
ir, að evrópskri fyrirmynd. Blaðið
segir að Hæstiréttur Kanada hafi
sent stjórnmálamönnunum við-
kvæmt mál til að leysa, þ.e.
hvaða afstöðu Kanada eigi að
taka til ræktunar erfðabreyttra
jurta.
Vefsíða Percy Schmeiser er á
slóðinni www.percyschmeis-
er.com
(Landbrugsavisen nr. 22/2004).
Matvælum fleygt í
Noregi vegna verk-
FALLS
í maí á þessu ári fóru flutn-
ingabílstjórar í Noregi í verkfall.
Við það stöðvuðust flutningar á
búvörum í verslanir þannig að
það varð að fleygja miklu af
þeim. Þar má nefna að 750 þús-
und lítrum af mjólk var hellt nið-
ur, auk þess sem framleidd voru
300 tonn af þurrmjólk úr mjólk
sem komst ekki á markað.
Þá var fleygt 300 tonnum af
eggjum, 500 tonnum af kartöfl-
um, 250 tonnum af gulrófum og
100 tonnum af hvítkáli, og er þá
ýmislegt ótalið af grænmeti sem
fór til spillis.
Að lokum má nefna að sölu-
samtök kjötiðnaðarins, Kjött-
bransjens Landsforbund, telja að
tap þeirra vegna verkfallsins
nemi um 70 - 100 millj. n.kr.
(Bondebladet nr. 23/2004).
McDonalds býður upp
Á MJÓLK
Austurrískt mjólkursamlag,
Berglandmilch, hefur gert
samning við skyndibitakeðjuna
McDonalds um að keðjan kaupi
10 milljón lítra af mjólk til veit-
ingahúsa sinna í Austurríki, ítal-
íu, Grikklandi, Ungverjalandi og
Slóvakíu. Fjögur mjólkurbú fyrir-
tækisins í Austurríki og eitt í
Þýskalandi afhenda mjólkina.
Þessi samningur er til vitnis um
aukinn áhuga McDonalds á
hollustu veitinga fyrirtækisins,
ekki síst m.t.t. umræðu um of-
fitu.
(Landbrugsavisen nr. 23/2004).
| 34 - Freyr 5/2004