Freyr - 01.06.2004, Page 36
Mynd 1. Rannsóknahópurinn. Á myndinni eru frá vinstri: Þorkell Jóhannesson, Tryggvi Eiríksson, Kristin Björg
Guðmundsdóttir og Jakob Kristinsson. Sigurður Sigurðarson var við rannsóknir erlendis, þegar myndin var tekin.
(Ljósmynd: Sigríður ísafold Hákansson).
um við, að óvíst væri, hvort
breytilegt magn mangans skipti
máli fyrir uppkomu riðu. Þessar
rannsóknir benda hins vegar ein-
dregið til, að magn mangans geti
skipt verulegu máli í þessu sam-
bandi. Þetta verður nánar rætt í
lokakafla ritgerðarinnar.
2. Rannsóknir á selen í heyi
OG BLÓÐI OG VIRKNI GPO
í BLÓÐI SAUÐFJÁR
Heysýnum (88 talsins) af upp-
skeru áranna 2002 og/eða 2003
var safnað á 18 bæjum. Eru 14
þeirra í Vatnsdal - Víðidal (nr. 5
og 11 á mynd 2), en 4 annars stað-
ar (nr. 3, 4 og 6 á mynd 2). Á 14
þessara bæja voru jafnframt tekin
blóðsýni. Ellefu þeirra eru í
Vatnsdal - Víðidal, en þrír eru
annars staðar. I Vatnsdal voru
blóðsýni tekin úr ám bæði að
hausti 2002 (ólembdar, nýlega
komnar af íjalli) og að vori 2003
(eftir innistöðu og komnar að
burði). Var það gert til þess að
kanna, hver áhrif meðganga og
innistaða hefði á innihald selens
og virkni glútatíonperoxídasa
(GPO) í sýnunum. Fjöldi blóð-
sýna var samtals 125.
I þessum hluta rannsóknarinnar
voru einungis bæir í þremur
flokkum, þar eð bæir í flokki 1
voru ekki hafðir með (ósýktir bæ-
ir á ósýktum svæðum). Ákvarð-
anir á selen og virkni GPO tóku
því til býla í flokki 2 (riðulausir
bæir á riðusvæðum), flokki 3
(fjárskiptabæir, sbr. skilgreiningu
að framan) og í flokki 4 (riðuveiki
í gangi). Auk þess, að selen var
ákvarðað í heysýnum og selen og
virkni GPO í blóðsýnum, var
spumingalisti sendur til 20 dýra-
lækna um land allt (X á mynd 2)
og svömðu þeir allir.
Niðurstöðutölur selenákvarðana
í heyi sýna, að þéttni selens var
mjög lítil eða á bilinu 15-25
míkrógrömm/kg (eitt míkró-
gramm er einn milljónasti hluti úr
grammi). Samkvæmt erlendum
tölum er talin vera hætta á skorts-
einkennum í búfénaði, ef magn
selens í heyi eða öðm fóðri er að
marki minna en 100 míkróg/kg.
Enginn marktækur munur var á
magni selens í heyi frá bæjum í
flokki 2, 3 eða 4 (mynd 6). Fyrir-
spum til 20 dýralækna um allt
land leiddi í ljós, að einkenni um
selenskort em alls staðar þekkt í
sauðfé (lömbum), allvíða í kvíg-
um (kálfum) og sums staðar í fol-
öldum. Selenskortur þessi er svo
útbreiddur, bæði á riðusvæðum og
riðulausum svæðum, að ólíklegt
má teljast að hann tengist upp-
komu riðu staðbundið. Ákvarð-
anir á selen í blóði áa í öllum
136 - Freyr 5/2004