Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 4
Líf Skaftfelllnga hefur gjör-
breyst á elnum mannsaldrl
Viðtal við Sólrúnu Ólafsdóttur, bónda á Kirkjubæjarklaustri.
Sólrún Ólafsdóttir býr á
Kirkjubæjarklaustri, ásamt
manni sínum, Lárusi Valdi-
marssyni, og reka þau sauö-
fjárbú. Auk þess hefur hún
tekið þátt í margvíslegum fé-
lagsmálastörfum, einkum í
heimasveit sinni, en situr nú í
stjórn Bændasamtaka Islands.
Sólrún var fyrst beðin um að
segja á sér deili.
Ég er fædd og uppalin á Þverá
á Síðu. Foreldrar mínir voru
Olafur Vigfússon og Fanney
Guðsteinsdóttir sem þar bjuggu.
Hann var Skaftfellingur að ætt og
uppruna, en hún var fædd í Bol-
ungarvík, en ættuð úr Holtum og
Þingvallasveit. Við vorum þrjú
Sólrún Ólafsdóttir með dótturdóttur
sína, Svanhildi Guðbrandsdóttur.
alsystkinin og Qögur eldri hálf-
systkini sammæðra, sem ég hef
alltaf litið á sem alsystkini mín.
Þverá er um 15 km fyrir austan
Klaustur. Þar var rekið blandað
bú, þegar ég var að alast þar upp,
fyrst aðeins kýr til heimilis en
árið 1959 fór Mjólkurbú Flóa-
manna að sækja mjólk austur fyr-
ir Mýrdalssand. Við það vænkað-
ist hagur bænda í sveitunum
milli Sanda, eins og þær eru kall-
aðar, en þá fyrst fóru þeir að fá
reglubundnar greiðslur árið um
kring fyrir framleiðslu sína. Þeg-
ar ég lít til baka undrar mig mest
hvað mjólkurframleiðsla varð al-
menn. Menn þurftu ekki að
leggja í mikinn kostnað í upphafi,
voru með fjós sem margir gátu
stækkað í rólegheitum. Seinna
byggðu menn sér fjós, margir af
myndarskap. Ég handmjólkaði og
var bara flink við það.
Skólaganga þín?
Ég fór í bamaskóla í Múlakoti,
en þar var þá bamaskóli sveitar-
innar. Ég var þar í þrjá vetur, var
tvær vikur í skólanum og tvær
vikur heima, en yngri og eldri
deild skiptust á. Ég hjólaði í skól-
ann á mánudögum og heim á
laugardögum með töskuna á bak-
inu og fatapokann á bögglaberan-
um, en ég hélt til hjá því góða
fólki Bjama Þorlákssyni kennara
i Múlakoti og Sigurveigu Kristó-
fersdóttur, konu hans. Bjami var
ótrúlegur kennari, fór oft langt út
fyrir efnið, en það sem hann
sagði okkur þá átti ekki síður er-
indi til okkar en það sem stóð i
bókunum. í minningunni var allt-
af gott veður þessa vetur.
Eftir bamaskóla fór ég einn
vetur í nám hjá séra Gísla Brynj-
ólfssyni á Kirkjubæjarklaustri,
hann kenndi þann vetur sex ungl-
ingum úr sveitinni, þaðan fer ég
einn vetur í Hagaskóla í Reykja-
vík, í 2. bekk, en lýk svo gagn-
fræðanámi í Skógaskóla undir
Eyjaijöllum. Ég er hissa á því
núna hvað maður lærði mikið á
þessum stutta tíma. Eftirminni-
legast var að vera á Skógum,
læra að standa á eigin fótum, og
eignast þar jafnffamt marga vini.
Hvað tók svo við hjá þér?
Ég fór eina vertíð til Vest-
mannaeyja og vann í frystihúsi.
Það var mjög gaman og ég hefði
ekki viljað verða af þeirrar
reynslu, það jók manni víðsýni
og agaði mann við vinnu.
Upp úr þessu festi ég svo mitt
ráð, eiginmaður minn er Láms
Valdimarsson á Kirkjubæjar-
klaustri. Við giftum okkur árið
1966 og árið eftir flytjum við í
nýtt íbúðarhús á Kirkjubæjar-
klaustri.
Við eigum þrjár dætur. Þær
luku allar stúdentsprófí og fóra
síðan allar í bændaskóla, tvær á
Hvanneyri og ein á Hólum. Guð-
rún er elst, hún er búfræðikandí-
dat frá Hvanneyri. Hennar maður
er Þórarinn Leifsson, en þau búa
í Keldudal í Hegranesi, með kýr,
sauðfé og hross, og eiga þrjú
böm. Næst er Fanney Ólöf, hún
er líka búfræðikandídat ffá
Hvanneyri og býr hér á Klaustri
| 4 - Freyr 6/2002