Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.2002, Side 6

Freyr - 01.07.2002, Side 6
Guðrún Lárusdóttir í Keldudal I Hegranesi með Þorra, son sinn. (Ljósm. S.Ó.). um enn á Skaftártunguafrétt. Þegar farið er á Síðumannaafrétt í fyrsta safn er gist í þrernur hús- um, alls 60 manns. Safnið tekur fjóra daga og er reynt að hafa samsmölun. Við komum niður hjá Eintúnahálsi, þaðan niður hjá Heiðarseli og svo veginn niður í rétt sem er framan við Skaftá. Réttin heitir Skaftárrétt, en hún er í landi Ytri-Dalbæjar og stendur á hrauntanga við Skaftá. Það er breytilegt milli bæja hvað menn setja mikið af fé sínu á affétt, sumir ekkert, aðrir hluta af fénu og enn aðrir allt en i heildina fer fé í afrétti fækkandi. Hvernig er vinnuskyldan við smölun lögð á? Ég er búin að koma að íjall- skilamálum nokkuð lengi, fyrst sem sveitarstjómarmaður í 8 ár og síðan í fjallskilanefnd ffá því 1992, nú síðasta kjörtimabil sem formaður. Það er mjög misjafnt eftir deildum. í okkar deild reiknum við kostnað til peninga, þ.e. dagsverk sinnum daglaunin. Þeirri upphæð er svo skipt í tvennt og öðrum hlutanum skipt á jarðimar, jafnt á hverja jörð, en hinum hlutanum er skipt á sam- anlagðan fjárfjölda þeirra sem nýta afrétt. Er sátt um þessa aðferð? Já, eftir að farið var að skipta þessu svona til helminga hefur mikið til verið friður um þessi mál. Aður hafði það verið lengi þannig að hver jörð lagði til einn mann í fyrsta safn, en það var ekki orðin sátt um það. Þeir, sem vom hættir að nýta afréttinn, vom orðnir svo margir að þeir greiddu óeðlilega mikinn hluta kostnaðarins. Þegar flutt var meira yfír á féð þá náðist allgóð sátt. Það er svo sitt á hvað hvemig menn annast þetta. Margir smala sjálfir það sem á þá er lagt, en aðrir fá menn fyrir sig. Það gekk ekki vel um tíma að manna afréttinn, en það er aftur orðið betra núna á seinni ámm. Brottflutt fólk sækir töluvert í það að komast í leitir, bæði til að njóta fjallanna og eins að hitta gamla vini og sveitunga. Hvað erfarið oft í afrétt á haustin og em hœttur á afréttin- um? Það er farið í þrjú söfn, en yfir- leitt kemur mjög fátt fé í þriðja safni. Hér á afréttunum er ekki mikið um hættur fyrir féð, nema eftir Skaftárhlaupin, þá er leir- dmlla þar sem áin hefur farið yfir lönd og ef féð fer út í þetta þá situr það fast. Það er mjög erfitt að ná því upp úr leimum, það verður að grafa niður fyrir klauf- ir, hann er eins og steypa. Skaft- árhlaupin em bræðsluvatn undan Vatnajökli sem hleypur fram með nokkuð vissu millibili. Hvernig er ástand afréttanna í hreppnum? Það ber öllum saman um, sem til þekkja, að þeir séu í ffamför. Þetta er gjöbreytt ffá því sem áð- ur var að því leyti að t.d. í okkar upprekstrardeild, er sú regla að um 20. júní fáum við Gróður- vemdamefnd sýslunnar til að skoða afféttinn, burtséð frá því hvort við höldum að sé kominn gróður eða ekki. Nefndin metur þá hvort fara megi með féð strax. Ef svo er ekki þá fer hún aftur seinna að skoða gróður og veita leyfi til upprekstrar þegar hún telur kominn nægan sauðgróður og þessu hlýða menn upp til hópa. Þannig hefur þetta gengið til Qölda ára, að mig minnir frá um 1980. Einnig er fé tekið frá afréttargirðingum síðsumars ef óeðlilega margt fé er komið ffam að þeim, og svo er farið mikið fyrr í fyrsta safn en var, fyrir 20- 30 ámm. Allt hjálpast þetta að við að hlífa gróðri á afréttunum. Heldurðu að skaftfellskir bœndur fái vottun á afréttina vegna gœðastýringar í sauðfjár- rækt? Við vitum það ekki ennþá, Síðumannaafféttur og aðrar af- réttir í hreppnum em á gossvæði og þeir bera þess merki. Þama em miklar vikuröldur, sem aldrei getur vaxið gras á. Einnig er Skaftá að ergja okkur, en annað hvert ár megum við búast við Skaftárhlaupum. Þeim fylgir mik- ill leirburður sem síðan fýkur yfir graslendi og eyðir gróðri. Þetta er okkar náttúmfar og það breytir því ekkert, þó að þar gengi aldrei nokkur kind. En það em hins vegar líka þama miklir grasflákar framan til á afréttinum, mjög fallegir og vel grónir. Hlunnindi á þessu svœði ? Já, það má nefna veiði, einkum á sjóbirtingi. Það em veiðifélög um vatnasvæði Skaffár, Grenlæks j 6 - Freyr 6/2002

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.