Freyr - 01.07.2002, Síða 11
skrokknum. Stundum strönduðu
líka flutningaskip og einu sinni
franskt spítalaskip.
A þessu svœði var svo imnið
brautryðjandastarf i rafvæðingu
snemma á siðustu öld.
Já, þetta voru sjálfmenntaðir
snillingar sem raflýstu fyrst bæi á
svæðinu og fóru svo víða um
land og raflýstu. Menn náðu sér
í efni í túrbínumar í strönduðum
skipum, nýttu sér málminn úr
þeim. Þetta vom ótrúlegir harð-
jaxlar. Allir flutningar fóru t.d.
fram á hestum í upphafi.
Af þessum mönnum var Bjami
Runólfsson í Hólmi í Landbroti
þekktastur. Síðan má nefna Sig-
fus Vigfusson á Geirlandi á Síðu
og bræðuma Eirík og Sigurjón
Bjömssyni í Svínadal í Skaftár-
tungu en aðeins örfá ár em síðan
Eiríkur dó, á tíræðisaldri.
Hér á Klaustri emm við með
eina af þessum rafstöðvum. Hún
sér okkur fyrir rafmagni, auk
þess sem við seljum fleimm á
staðnum rafmagn. Stöðin er ekki
tengd Rafmagnsveitum ríkisins.
Þetta gefur okkur töluverð bú-
drýgindi. Þessi stöð var fyrst reist
1922 og síðan endumýjuð 1942.
Systravatn, sem er ofan við
Klaustur, er miðlunarlónið. Eg
segi stundum að rafstöðin sé
betra en olíulind eða gullnáma,
því að þær ganga til þurrðar en
rigningin ekki. Hún skilar sér
alltaf.
Mig langar að geta þess að
fyrsti verkmenntaskóli landsins
var rekinn af Valdimar Runólfs-
syni, bróður Bjama í Hólmi, en
hann rak Smíðaskóla í Hólmi í
Landbroti. Nemendumir höfðu þá
vetursetu í Hólmi og til gamans
langar mig að geta þess að fyrsta
verkefhi fyrstu nemendanna var
að smíða skólaborðin og stólana.
Ur þessum skóla útskrifiiðust
margir góðir smiðir.
Hvers gætirþú óskað þér bests
fyrir framtið Skaftárhrepps?
Oskasýn mín væri sú að það
kæmu fleiri störf inn í hreppinn
og að íbúum fækkaði ekki ffekar,
heldur fjölgaði, og að við gætum
haldið uppi þeirri samfélagsþjón-
ustu sem við höfum. Þetta þurfa
að vera einhver önnur störf en
hefðbundinn landbúnaður, eitth-
vað eins og við höfum vísir að í
Kirkjubæjarstofu og í fiskeldinu
á þessu svæði.
Sú þjónusta, sem þarf að vera,
er grunnskóli, læknir og heilsu-
gæsla, heimili aldraðra, dýra-
læknir, verslun, banki, pósthús,
dagheimili og ýmislegt fleira.
Það þrífst ekkert samfélag nema
hafa slíka þjónustu, fólk sættir
sig ekki við annað.
Verður þú vör við að „ tölvu-
þjóðfélagið “ sé að hasla sér völl
hjá ykkur?
Já, mjög mikið, ég held að það
sé orðin tölva á allflestum bæj-
um. Fólk er með búfjárskýrslu-
hald í tölvunni og eins bókhaldið,
Búbótina. Margir eru ótrúlega
flinkir að fara inn á Netið og ná
sér í upplýsingar. Það háir okkur
náttúrlega hér hve símkerfið er
veikt hjá þeim sem búa ekki rétt í
kringum Klaustur, en þar um
liggur ljósleiðari. Það verður
vonandi bætt úr þessu sem fyrst,
annars er verið að mismuna
þegnum landsins.
Félagsmálastörfþín?
Eg hef alla tíð verið mikið í fé-
lagsstörfum og haft mjög gaman
af. Hef ég setið t.d. í hrepps-
nefnd, í stjóm hestamannafélags-
ins, fjárræktarfélagsins, Land-
græðslufélags Skaftárhrepps og
víðar og fundist ég þurfa að vera
virk. Eg hef aldrei fundið í þes-
sum störfum að það hafi verið
mér til baga að vera kona.
Það er reyndar sérstakt i Skaft-
árhreppi að í mörgum ábyrgðar-
stöðum em konur. Þar má t.d.
nefna sveitarstjórann, prestinn,
verslunarstjórann, sláturhússtjór-
ann, ráðunautinn og skólastjór-
ann. Eg get ekki fundið að þes-
sum konum sé sýnt vantraust.
Svo ert þu kosin á búnaðar-
þing.
Freyr 6/2002-11 |