Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 12

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 12
Systrastapi á Kirkjubæjarktaustri. (Ljósm. S.Ó.). Já, ég sit þar nú þriðja kjör- tímabilið og var kosin í stjóm Bændasamtakanna fyrir rúmu ári. Mér fínnst það mjög áhugavert og þar er hægt að hafa áhrif. Eg dreg enga dul á að það sem stendur upp úr eftir seta mín á búnaðarþingi er viðkynningin við allt það góða og skemmtilega fólk sem ég hef kynnst þar, víðs- vegar að af landinu. Stjómarstörfum í BÍ fylgir töluverður undirbúningur. Okkur eru send fyrir fúndi gögn sem við þurfum að setja okkur inn í. Þá hringi ég gjaman í búnaðar- þingsfúlltrúa og aðra sem ég veit að þekkja betur til einstakra mála en ég. Það fer töluverður tími í þessi störf og þetta gæti ég auð- vitað ekki nema af því að bóndi minn hefúr stutt mig heilshugar. Það er mér ómetanlegt. fiú ert svo virk í bústörfunum heima? Já, ég vil vera með í öllu, gegningunum, rúningi, heyskap og smölun. Dætur okkar og tengdasynir em mér líka afar mikilvæg, jafnt í búskapnum sem félagsmálastörf- um. Mér þykir mjög gott að leita til þeirra og er þá sama hvort það er eitthvað sem þarf að gera á búinu eða einhver félagsmál koma upp, þvi að þau lifa og hrærast í öllu er landbúnað varðar. Tiðkast að nágrannarnir komi og hjálpi til á steypudögum eða þegar verið er að negla járn á þak? Já, flestar byggingamar em meira og minna byggðar svoleið- is. Margir, sem em að byggja, gera þetta mikið sjálfir og ná- grannamir koma dag og dag að hjálpa til. Margir bændur hér í sveit em þúsundþjalasmiðir og hinir yngri læra af þeim eldri. Mig langar að nefna í sam- bandi við samvinnu fólks að við emm í samvinnu við bónda um heyskap. Við eigum rúlluvél en hann á pökkunarvél og við heyj- um í sameiningu. Þetta sparar bæði mannskap og vélar því að heyskapur núorðið tekur í sjálfú sér ekki langan tima. Svo er aftur nokkuð um verk- töku þar sem menn eiga rúllu- og pökkunarvélar og vinna fyrir aðra. Þetta fer vaxandi og er mjög hagstætt og kemur til móts við það að víða er fátt fólk á bæj- um. fiað er stundum talað um að það sé sérstakur bragur yfir skaftfellsku mannlifi, svona á lág- vœrum nótum, það sé gott með fóiki og skerst ógjarnan í odda með því. Kannast þú við þetta? Já, ég kannast við það en ég held að utanaðkomandi fólk taki meira eftir þessu en heima- menn, þetta er svo samgróið okkur. Ég fínn það þegar ég kem í aðra landshluta að þar er fólk óvægnara og meiri keppni milli þess. Maður heyrir ekki á fundum í Skaftafellssýslu að menn séu að deila eða hreyta ónotum hver í annan, ég man ekki eftir því. Ég mundi segja að Skaftfellingar væru ekki að fárast yfír hlutunum og hlaupa upp til handa og fóta yfír smá- munum. Kópasker og Kirkjubæjar- hreppur voru á sínum tíma í vinabæjarsambandi. Hrepps- nefndinni hér var boðið norður á Kópasker að hitta hreppsnefndar- menn þar og aðra íbúa hreppsins. Þar var okkur tekið eins og við værum þjóðhöfðingjar, fyrst var farið með okkur í skoðunarferðir um hreppinn og síðan boðið til veislu með fínustu skemmtia- triðum. Þá sá ég fyrst hvað mik- ill munur er á Skaftfellingum og fólki úr öðrum landshlutum. Þingeyingamir vom svo opnir og skrafhreifnir við okkur eins og þeir hefðu þekkt okkur frá fomu fari. Og meira að segja þessir lokuðu Skaftfellingar opnuðu sig dálítið við þessar hressilegu mót- tökur. M.E. | 12-Freyr 6/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.