Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.2002, Qupperneq 14

Freyr - 01.07.2002, Qupperneq 14
Sýrumeðhöndlun byggs sem geyma á í opinni stæðu (e. NOFO). Mikilvægt er að sýran blandist bygginu vel, eins og nánar er fjallað um i greininni. kg/mín fara í gegnum hann en það er háð m.a. þurrefnisinni- haldi byggsins og halla snigilsins. Bygg var sett í fimm kör, og reynt mismikið af própíonsýru í hvert þeirra. Ekki var talin ástæða til þess að hafa með til- raunarlið án íblöndunar. Erlendis er ráðlagt magn própíonsýru eftirfarandi sé um opna kom- geymslu að ræða: Bygg með 70 % þurrefni 13 1/tonn Bygg með 60 % þurrefni 22 1/tonn Bygg með 50 % þurrefni 30 1/tonn Samkvæmt þessari reglu hefð- um við átt að nota 26-28 lítra af sýru í tonnið. Við kusum hins vegar að halda okkur neðar og reyndum skammtana 12, 18 og 24 1/t. Til þess að fylgjast með verkun var hitamælum komið fyrir í kör- unum og hiti í súrbygginu mæld- ur við og við fram í desember. Kömnum var komið fyrir í óein- angraóri hlöðu í Keldudal, þar sem þau stóðu opin allt fram í apríl að tekin voru mælisýni úr þeim. Góður árangur fyrstu TILRAUNARINNAR I stuttu máli reyndist súrbyggið í öllum kömnum verkast prýði- lega. Það varð ekki vart neinna óæskilegra breytinga í því þótt geymslutíminn væri fullir sjö mánuðir. Hitastig í súrbygginu fyrstu þrjá mánuðina fór aldrei yfír 15°C. Hæstur var hitinn á fyrstu dögurn geymslunnar. Síðan virð- ist hann hafa fallið jafnt og þétt. Sýmstigið í súrbygginu var að meðaltali pH 4,59 (hæst 4,77 en lægst 4,36). Reiknuð tala fyrir náttúrlega súrsun byggs í plast- sekkjum við sama þurrefni og geymslutíma er pH 5,22 ef miðað er við mælingar hjá allmörgum kombændum veturinn 1997- 1998. Sýrustigstölumar sýna líka hve vel própíonsýran hefúr varðveitt byggið. Ekki fúndust nein áhrif af magni própíonsýmnnar á verkun byggsins þrátt fyrir það að mjög væri dregið úr sýmmagninu. Þótt magnið væri komið ofan í 12 1/tonn var ekki að sjá áhrif af því. Þessi niðurstaða vakti okkur nokkra undmn, í ljósi erlendu reglunnar sem áður var getið. Líklegasta skýring á misræminu er umhverfíshitinn. I nágranna- löndum geta bændur verið að súrsa bygg sitt í 10-25°C dags- hita, og stundum meira, og með- alhiti fyrstu geymsluvikna er að sama skapi hærri en hérlendis þar sem hann er 3-7°C í september- október. Byggkörin voru sett í tvær stæður. Vatnsdropar úr þaki láku ofan i efstu körin tvö þegar úti- hitastigið var að sveiflast í kring- um frostmarkið. Skoðað var hvort það hefði einhver áhrif á byggið. I ljós kom að u.þ.b. hnefastórt svæði þar sem drop- amir höfóu fallið niður var farið að skemmast þegar kom að gjöf- um á bygginu. Létt yfirbreiðsla virðist því vera nauðsynleg til að verja byggið slíkum raka. Við völsun var byggið mjög laust i sér og rann auðveldlega þrátt fyrir lítið þurrefnisinnihald. Öll meðhöndlun var mun auð- veldari en á sambærilegu byggi, sýrðu á náttúrlegan hátt og auðvelt var að valsa það. Byggið ást mjög vel en ekki var gerður samanburður á áti við annað bygg- Komið hefur í ljós í innlendum tilraunum með súrsun byggs með svo lágt þurrefni, eins og var í til- rauninni í Keldudal, að etanól- gerjun getur orðið umtalsverð. Hún er óæskileg vegna mikils orkutaps þó svo að fóðrið geti verið mjög lystugt. Sýmstig er hátt og byggið er viðkvæmt fyrir skemmdum á umbúðum. I Keldudal var einnig gerð at- hugun með að hella u.þ.b. 3-4 lítmm af própíonsýra úr garð- könnu ofan á bygg í stórsekkjum áður en þeim var lokað. Byggið var með u.þ.b 50% þurrefni. Þremur vikum seinna vom um- búðir á þremur slíkum sekkjum og einum ómeðhöndluðum til samanburðar opnaðar. Fjómm dögum síðar var farið að gæta hita í ómeðhöndlaða bygginu og var hann þá gefínn. Síðasti sekk- urinn af því sýmmeðhöndlaða var gefinn sextán dögum síðar og var þá enn ekki vart neinna breytinga á því byggi. Þessi at- hugun bendir til þess að auka megi geymsluöryggi byggs í stór- sekkjum að einhverju marki þrátt | 14-Freyr 6/2002

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.