Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2002, Page 16

Freyr - 01.07.2002, Page 16
Própíonsýru má nota til þess að verka bygg í plastklæddum stórsekkjum og öðrum loftheldum geymslum. Á Norðurlöndum er þá mælt með að nota 5 lítra af sýru i tonnið - óháð þurrkstigi byggsins. Tilraunir á Hvanneyri með verkun byggs í loftheldum smáílátum hafa staðfest hagstæð áhrif própíon- sýrunnar á súrsun byggsins og varðveislu fóðurefna þess. ólíkt því sem gerist þegar kom er sýrt í pokum. Komið, sem verkað var, var misjafnt að þroska og þurrefni og í margs konar geymslum; flatgryíjum, bingjum og stórsekkum. Tekin vom sýni á fjórum bæjum og var þurrefni 46-63% og sýmstig pH 4,47- 4,69. Það er samdóma álit bænd- anna að um byltingu sé að ræða við verkun á komi, bæði hvað varðar afköst við að koma korn- inu í geymslu og einnig með- höndlun til gjafa. Þar sem ein- hverjar skemmdir hafa orðið á það sér að öllu jöfnu eðlilegar skýringar, t.d. mistök við sým- íblöndunina sjálfa eða að geymsl- ur hafa ekki verið nægjanlega vel þrifnar. Á einum bæ hafði öryggi á sýmdælu slegið út þegar verið var að setja í stóra stíu. Við það myndaðist skemmt lag, 5-8 cm þykkt djúpt í stæðunni, lagið var svart og hart sem benti til þess að töluverður hiti hafði myndast. Þegar stæðan var skoðuð í byrjun janúar var enginn hiti í kominu og kom bæði ofan og neðan skemmda lagsins var óskemmt. Það er því ljóst að til að góður árangur náist þarf allur búnaður að standast álagið og ekkert má útaf bregða. Aðrar verkunartilraunir Á Hvanneyri em nú gerðar stofutilraunir með súrverkun byggs til þess að kanna nánar áhrif þurrkstigs, hjálparefna, yrkja og fleiri þátta á verkun byggsins. Áhersla hefur verið lögð á að mæla gerjunarafurðim- ar m.a. til þess að fá hugmynd um eðli gerjunarinnar og orku- tapið við verkun og geymslu. Eins og áður sagði virðist etanól- myndun jafnan vera mikil í nátt- úrulega súrsuðu byggi. Hún getur bent til óþarfa orkutaps. Tilraun- imar benda til að mjög megi úr henni draga með notkun própíon- sým. Dæmi um fyrstu niðurstöð- ur tilraunar með súrsun byggs af þremur yrkjum í loftþéttum geymslum, sem gerð var haustið 2001, er í eftirfarandi yfirliti; töl- umar eiga allar við verkað bygg eftir 3,5 mán. geymslu. Notaðir vom 5 1/tonn af própíonsým (sjá 1. töflu). Vert er að benda á takmark- andi áhrif sýmnnar á gerjun byggsins sem koma frain í sýru- stigi þess og efhatapi með gasi. Þetta eru mjög svipaðar niður- stöður og fengust í hliðstæðri rannsókn haustið 2000. Þá reyn- dist própíonsýran helminga etanól-magnið sem myndaðist í bygginu samanborið við náttúr- lega súrsun. Nokkrar niðurstöður Tilraunir með súrsun byggs, sem unnið er að á Hvanneyri og í Keldudal, svo og reynsla bænda í Skagafirði og Langadal, benda til þess að própíonsýra bæti verkun byggsins og geti auðveldað með- ferð þess og nýtingu. Tilraunimar hafa m.a. leitt i ljós að: 1. tafla. Meðferð Þurrefni % pH Mygla stig' Gæði stig2 Gastap % Án própíonsýru 47,1 4,82 0,6 2,6 1,7 Með próíonsyru 49,0 5,06 0,0 3,7 0,1 '. 0 best -3 lakast 2. 5 best - 0 lakast | 16-Freyr 6/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.