Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 20

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 20
1. tafla. Breytingar á þurrefni og vatnsmagni byggsins frá slætti til þreskingar Slegiö í múga Þurrefni % Vatn kg/kg þe. Þreskt úr múga Þurrefni % Vatn kg/kg þe. Dagar 18. sept. 57,7 0,73 1. okt. 85,0 0,18 13 23. sept. 68,0 0,47 27. sept. 70,4 0,42 4 21. okt. 46,2 1,16 3. nóv. 62,9 0,59 13 21. okt. 46,7 1,14 3. nóv. 80,2 0,25 13 eins 28% af því sem það var við sláttinn. Því verr eru ekki til sýni af sambærilegu byggi sem stóð óskorið á rót. Það þomar líka en lítið eitt hægar en byggkorn í múga ef marka má mælingar á Hvanneyri haustið 2001. Nam munurinn þar tæpum 20%. Aðeins tókst að gera eina sam- akra athugun á foki úr forskomu byggi samanborið við bygg á rót. Byggið hafði þá legið hálfan mánuð í múgum. Þar var vart finnanlegt hmn (fok) úr axi en í byggi á rót nam tapið 8,5%. Við meðaluppskeruna 4,0 t/ha (þe.) svarar þetta til ríflega 300 kg byggs á hektara; að verðmæti slagar tapið hátt í 6.000 kr. á hektara. Þúsund korna þyngd Frá slætti til þreskingar breytt- ist þroski byggsins, metinn sem þúsundkoma þyngd, þannig (mælingar gerðar á sömu sýnum og í 1. töflu): Bygg við slátt í múga 26,9 ± 4,7 g/þús.k. Bygg við þreskingu úr múga 29,4 ± 7,6 g/þús.k. Svo virðist sem ekki megi fella komið of snemma. Athugun á grænþroska byggi benti til minni áhrifa; bæði hægari þurrkunar og lítillar eftirþroskunar byggsins í múgunum. I tilraun, sem gerð var á Hvanneyri með forslátt byggsins í byrjun gulþroskastigs og eftir- þroskun þess í múga, sýndist mega minnka það vatnsmagn, sem þurrka þurfti úr bygginu, um 20-25% á þremur sólarhringum. Jafnframt þroskaðist byggið og jók þúsundkomaþyngd sína um 4-29% samanborið við 5-21% í byggi sem stóð óskorið í axi. I tilrauninni var ekki unnið með áðumefndum vélum heldur var líkt eftir vinnubrögðum þeirra með einfaldari sláttutækjum. Til- raunin var gerð með tvö sex-raða yrki og eitt tveggja-raða. Sennilega getur verið hætta á að byggið mengist óhreinindum úr akri við meðferð og legu í múgum, og að innri skemmdir geti orðið, t.d. spíran! Við eina athugun i Skagafirði, þar sem byggið hafði legið í múgum í tvær vikur, virtist byggkomið hafa fengið á sig gráleitan blæ, án þess þó að á því sæist mygla eða í því gætti myglulyktar. 1 svipaðri athugun á Hvanneyri, þar sem byggið hafði legið í múga í 18 daga, varð vart vatns- fylukenndrar lyktar úr komtanki þreskjarans og þessa sama grá- leita litar á bygginu. Það virtist bera meira á myglu í forslegna bygginu er kom að geymslu þess sem própíonverkaðs súrkoms, skv. reynslu Þórarins bónda í Keldudal. Önnur reynsla Það virðist eindregið álit bænd- anna, sem að þessari tilraun stóðu, að þama sé fengin álitleg aðferð við björgun byggsins, a.m.k. miðað við skagfirskar að- stæður. Ljóst er að aðferðin krefst meiri vélbúnaðar, sennilega 1,2- 1,7 sinnum meiri en hin hefð- bundna aðferð. Þann fjárfesting- arauka þarf að ávaxta i gegnum verðmætari árangur þessarar að- ferðar - forsláttar og múgþrosk- unar. Þótt fjarri fari því að að- ferðin sé fúllreynd er helst að sækja þessi verðmæti í tvennt: * Minna tap með foki og öðram uppskeruspjöllum í haustveðr- um. * Þurrara bygg og minni eld- sneytiskostnaði við þurrkun auk meiri afkasta þurrkarans, í kílóum þurrefnis á klst. Fyrri þáttinn er ekki ekki auð- velt að leggja mat á þar sem hann verður að skoða í ljósi haustveðr- áttu um lengra árabil. Síðari þátt- urinn er á hinn bóginn auðreikn- anlegur, eins áður kom fram. Bygguppskeran fellur til á fremur skömmum tíma. Mikilvægt er að geta komið henni jafnharðan í örugga geymslu. Með hinni afkastamiklu múg- sláttuvél reyndist mega fella 30-40 hektara á góðum vinnudegi og koma þeim þannig í veg fyrir fok- skaða ef veðurspá var óhagstæð. Síðan höfóu bændur allt að tvær vikur til þess að ná kominu af ökranum án þess að það færi að rýma svo að neinu næmi. Það fór þó eftir veðri. Reynslan frá Vind- heimum benti til þess að hin nýja aðferð stuðlaði að betri nýtingu komþurrkarans, sem þar er not- aður, og lengdi notkunartíma hans. Þá má geta þess að töluvert af byggi var sett í stórsekki, beint eft- ir múgþreskingu, og geymt þannig ffam á vetur, svo til áfallalaust. Með þessari aðferð varð hin prýðilegasta nýting hálmsins. Múgþreskivélin leggur hann í kassalaga og loftkennda múga Framhald á bls. 17. | 20 - Freyr 6/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.