Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2002, Page 21

Freyr - 01.07.2002, Page 21
Þurrkun lands og afirar afigerðlr tll afi andurbata ræktun Inngangur Þekkt er að meginhluti þess lands sem tekið er til ræktunar þarfnast endurbóta eða breytinga til þess að nytjajurtir þrífíst þar vel og skili góðri uppskeru. Stór- an hluta lands þarf að ræsa fram, annars staðar er vökvun nauðsyn- leg. Víða er mikilvægt að laga yfirborð ræktunarlandsins þannig að leysingar- eða rigningarvatn sitji ekki í lautum. Stundum er jarðvegurinn það þéttur að jurtir þrífast ekki. Oheppileg jarðveg- slög finnast á stöku stað og þann- ig mætti lengi telja. Yfírleitt er nauðsynlegt að viðhafa einhverja lágmarks vinnslu lands til þess að búa jurtunum þann sáðbeð sem þeim er nauðsynlegur. Hér á eftir verða tekin fyrir nokkur atriði sem huga þarf að við ræktun lands. Sandblöndun jarðvegs I nágrannalöndum okkar hefúr það lengi verið stundað að blanda sandi í efsta jarðvegslagið á þétt- um mýrajarðvegi til jarðvegsbóta. Hér á landi hefur þessi aðferð lít- ið verið notuð. Ein tilraun með sandblöndun mýrajarðvegs var gerð á Hvanneyri fýrir 1970 og sýndi hún talsverðan uppskeru- auka. I Noregi er oft mælt með 200 rúmmetrum af sandi á ha sem samsvara 2ja sm þykku sandlagi ef hann dreifist jafnt. I Noregi og Þýskalandi hefúr kom- ið í ljós að verulega munar um slika mnblöndun varðandi loftun og að jarðvegurinn þolir betur umferð. Vinna þarf sandinn sam- an við jarðveginn. Norskar til- raunir sýna að sandblöndun í þéttan mýrarjarðveg skilar ótví- ræðum árangri. Enn betra er ef hægt er að sameina jarðvinnslu, sandinnblöndun og kölkun. í Norskri tilraun, þar sem 400 rúm- metra/ha af skeljasandi voru unn- ir saman við mýrarjarðveg skilaði eftir Árna Snæbjörnsson, Bænda- samtökum Islands Mynd 1. Framræsla á blautu landi er undirstöðuatriði fyrir vöxt nytjajurta, lækkun grunnvatnsstöðu i jarðvegi eykur loftun hans og hefur þannig áhrif á uppskeruna. Freyr 6/2002 - 21 I

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.