Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 25

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 25
fóður í 1 - 3 ár áður en því er lokað með grasi. Ef ekki er hægt að fá nægjan- legt efni til kýfíngar getur komið til greina að flytja það að, t.d. þegar jörð er nægjanlega frosin til þess að þola vélaumferð. JÖFNUN LANDS Að kýfingu lokinni þarf landið að biða í nokkum tíma, þoma og setjast til. Síðan er jarðvegsyfir- borðið jafiiað með flagjafna, léttri tönn eða slóða. A þessu stigi get- ur grænfóðurrækt í 1 - 2 ár verið æskileg. En við lokavinnslu, þeg- ar landi er lokað með grasi, þarf að vanda vel til jöfnunar lands þannig að hvergi séu eftir lautir eða ójöfnur. Vatnsrásir Þekkt er að eftir langvarandi ræktun tekur jarðvegurinn ekki eins vel við vatni og hann gerði fyrst eftir að hann var ræstur. Astæðan er sú að hann hefiir þéttst og vatnið á ekki eins greiða leið í gegn og áður. Ur þessu má bæta með ýmsu móti, en víða er- Mynd 10. Við jöfnun lands þarfað gæta þess að ekki myndist kantur eða brún á skurðbökkum sem hindrar vatnsrennsli út i skurð. Mynd 12. Frágangur kýfingar þarf að vera þannig að sig myndi ekki lautir i yfirborðið. Mynd 13. Góð og vönduð kýfing er undirstaða þess að ræktun á flötu mýr- lendi takist vel. Mynd 11. Norðmenn nota skurðgröfur til að kýfa land. lendis hafa menn m.a. notað þá aðferð að fræsa mjóar vatnsrásir eftir jarðveginum. Annað hvort þannig að þær ná niður í malar- fyllingu yfir lokræsi eða út í skurð eða affall. Rásimar em 2,5 - 10,0 sm. breiðar og 40 - 60 sm. djúpar. Upplagt er að beita þessari aðferð um leið og endur- ræktað er. Jafnvel kemur til greina að gera rásir inn í blauta bletti án þess að endurræktun eigi sér stað. Þá er auðvelt að fylla rásimar með möl ef jarðvegurinn er það laus að hætta sé á að hann falli strax saman. Tækið (fræsarinn), sem notað er til þess að gera vatnsrásimar, er tengt á þrítengi dráttarvélar og er grafhjólið knúið frá aflúrtaki Freyr 6/2002 - 25 |

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.