Freyr - 01.07.2002, Qupperneq 26
Mynd 15. Kýfing lands. Hér hefur verið nægur jarðvegur til
þess að færa inn á miðju án þess að taka skurðbakkann
niður. (Ljósm. Á.S.).
Mynd 16. Kýfing lands. Á myndinni sést hvernig efni er
fært frá skurðbakka inn á miðju. Hér hefði þurft að plægja
eða plógherfa áður en kýfing hófst. (Ljósm. Á.S.).
vélarinnar. Algeng gerð er 600
kg og tekur 55 - 100 hö við
gröft, allt eftir ökuhraða,
vinnsludýpt og jarðvegsgerð.
Þótt ekki sé komin reynsla á
þessa aðferð hér á landi er mjög
líklegt að hún sé gagnleg við vis-
sar aðstæður.
URÐUN Á GRJÓTl, MÖL OG LEIR
Við skurðgröft kemur oft upp
ýmiss konar óæskilegt efni sem
alls ekki má dreifa um yfírborð
fyrirhugaðs ræktunarlands. Þetta
getur verið möl, steinar, leir, jök-
ulruðningur eða óæskilegur jarð-
vegur. Best er að íjarlægja allt
óæskilegt efhi úr ræktunarland-
inu. Við vissar aðstæður kemur
til greina að grafa/urða það inni á
spildunni. Einnig kemur til greina
að draga slíkt efiii saman í haug á
skurðbakka eða þar sem minnst
fer fyrir því ef ekki er hægt að
losna við það á annan hátt. Ef
óæskilegt efni er urðað á staðn-
um þarf að gæta þess að ekki
opnist þar fyrir vatnsrásir sem
geta myndað dý. Oæskilegu efni
má oft koma fyrir í lautum eða
lægðum og hylja það síðan með
aðfluttu efni. Einnig kemur það
fyrir að klapparholt eða grjót er
nálægt eða í yfirborði á litlum
bletti í annars góðu ræktunar-
landi. Oft má lagfæra þetta með
því að draga til jarðveg og hylja
óæskilega lagið.
Sjá eimiig eftirfarandi greinar
höfundar um svipað efni:
Framrœsla. Frœðslurit BI nr.
8, 1987.
Um endurbcetur á framrœslu
lands með vatnsrásum. Freyr
20/1990, bls. 807-809.
Framrœsla. Viðhald hennar og
endurbœtur. Handbók bœnda
1996, bls. 36 - 43.
Bœtt framrœsla -jarðvegslos-
un. Freyr 6/1998, bls. 36-39.
Framrœsla er undirstaða rcekt-
unar. Handbók bœnda 1999, bls.
90 - 94.
Framrœsla lands. Handbók
bcenda 2000, bls. 36 - 42.
Jarðvinnsla. Handbók bcenda
2000, bls. 43 - 46.
Mynd 17. Mjög er til bóta að setja möl í rásirnar.
| 26 - Freyr 6/2002
Mynd 18. Fræsing vatnsrása.