Freyr - 01.07.2002, Page 27
Framræsla lands - kflræsl
Inngangur
Framræsla lands með sk. kíl-
plóg er þekkt aðferð erlendis og
hefur verið allmikið notuð sl.
eitthundrað ár. Þótt enn þann dag
í dag sé byggt á grunnhugmynd-
inni þá þróast þessi aðferð líkt og
allt annað með aukinni tækni-
þekkingu. Hingað til lands kom
fyrsti kílplógurinn rétt fyrir 1930.
Árið 1929 eru tvær gerðir af kíl-
plógum reyndar á Hvanneyri og í
Mosfellssveit. Þeir reyndust
ófullkomnir, þ.e. ristu grunnt og
þurftu mikið dráttarafl. Aðferð
þessi hlaut því ekki athygli fyrr
en síðar. Með tilkomu öflugri
dráttarvéla og innflutningi á
hjólaplóg frá Ameríku árið 1945
á sér stað kílræsla lands í tals-
verðum mæli á næstu árum.
Nokkur ræktunarsambönd keyptu
þá kílplóg og voru þeir talsvert
notaðir þótt þeir væru þungir og
erfiðir í flutningum. Hér á landi
var aðferðin þróuð þannig að kíl-
plógurinn var festur á tannarboga
jarðýtu og reyndist það vel. 1 dag
má fá ýmsar gerðir kílplóga sem
dregnir eru af dráttarvélum. Erfítt
er að finna upplýsingar um það
hversu útbreidd þessi aðferð hef-
ur verið því að aðeins á nokkr-
um árum, fyrir 1950 og frá 1972
- 1984, er skráð úttekt á kílræslu,
en á síðara tímabilinu eru skráðir
tæplega 700 km á ári að meðal-
tali. Lítið hefúr farið fyrir þessari
aðferð á undanfömum ámm og
því er fúll ástæða til að minna á
þann valkost sem þama er.
Hvað er kílræsi?
Kílplógur em þannig byggður
að sverð eða spaði gengur niður
úr burðarramma. Neðst á sverð-
inu er kíll sem klýfúr rás í jarð-
veginn. Kólfúr er festur aftan í
kílinn með keðju og er hann ör-
lítið sverari en kíllinn. Kíllinn og
kólfúrinn em dregnir í gegnum
jarðveginn á 50 - 100 sm dýpi.
Jarðvegurinn þrýstist til hliðar og
myndar rás eða ræsi sem vatn
streymir inn í.
Gerðir kílplóga
Kílplógar em framleiddir í fjöl-
mörgum gerðum þótt grunnhug-
myndin við að mynda vatnsrásina
í jarðveginum sé alltaf sú sama.
Kílplógur tengdur beint á þritengi
dráttarvélar er einföld og þægileg
útfærsla. Gallinn er hins vegar sá
að þá fylgir plógurinn minnstu
hreyfmgum vélarinnar þannig að
meiri hætta er á hlykkjóttum ræs-
isbotni sem rýrir mjög gildi ræs-
anna. Dragtengdur plógur, sem
hvílir á löngum sleða við plæg-
ingu, er öruggari ef jarðvegsyfir-
borðið er ekki alveg slétt. Þá hef-
ur það gefist ágætlega að festa
kílplóg á arma þá sem bera tönn
jarðýtu og kemur þá til greina að
hafa tvo sem em festir sitt hvom
megin.
Hvar má nota kílræsi
Ræsin halda ekki lögun sinni
nema í þéttum jarðvegi eða þar
sem jarðvegur er seigur, t.d. lítið
eða hálfrotnaður mór. Erlendis
em kílræsi fyrst og fremst notuð í
leirríkum og fremur þéttum jarð-
vegi en hér á landi hefúr gefist
vel að nota þau í seigum mýmm
sem búnar eru að síga talsvert.
Ekki er hægt að nota þau í send-
Freyr 6/2002 - 27 |