Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 30

Freyr - 01.07.2002, Blaðsíða 30
Ýmsar aðferðir koma til greina við framræslu lands til skógræktar. Erlendis eru kílræsi oft notuð og er þá plantað i bunguna sem myndast yfir kílræsinu. Kílræsi lagt i gegnum malarfyllingu yfir lokræsi. óþarfi er að hver og bóndi eigi sitt tæki, til þess er árleg notkun væntanlega of lítil. Þótt sú aðferð að ræsa land með kílræsum sé ekki gallalaus er vel við hæfi að ljúka þessari grein með orðum Björns Bjam- arsonar, sem var um áratuga- skeið jarðræktarráðunautur Bún- aðarfélags Islands. í erindi sem hann hélt á Ráðunautafundi árið 1974 segir hann m.a.: „Kílræsa- gerð hefur um langt árabil verið í miklum öldudal og við svo bú- ið má ekki standa. Reynslan hef- ur sýnt okkur að með kílræsun- um má breyta lélegu ástandi mýrartúnanna í góð þurrlend tún.“ Þótt Bjöm kveði e.t.v. nokkuð fast að orði þá er fullvíst að við réttar að- stæður er umsögn hans enn í fullu gildi. Því er ástæða til þess að nota kílræsluna meira heldur en gert er. Moli Eitrað fóður í Þýskalandi Nýlega var upplýst í Þýska- landi að jurtavarnaefnið Nitrofen var að finna i fóðri varphæna og kjúklinga, og einnig í svínafóðri. Þetta fóður hefur verið notað á yfir 100 býlum með lífrænan bú- skap um allt land. Hundruð þús- unda fugla hafa verið aflífaðir og verslanakeðjur hafa fjarlægt egg og kjöt úr verslununum frá þessum býlum, sem og um 400 býlum sem stunda hefbundna framleiðslu. Flest býlin hafa síóan fengið framleiðsluleyfi á ný. Nitrofen, sem notað var gegn illgresi í ökrum, hefur verið á bannlista í ESB síðan árið 1988, en i Ijós kom að efnið veldur krabbameini og breytir erfðaeig- inleikum þeirra sem fá það í sig. Eitrunin núna er rakin til geymsluhúsnæðis fyrir fóður í Mecklenburg - Vorpommern í fyrrum Austur-Þýskalandi þar sem á sinum tíma var geymt jurtavarnarefni svo sem Lindan og DDT, auk Nitrofens. Landbúnaðarráðherra Þýska- lands, Renate Kunast, hefur lof- að bændum, sem orðið hafa fyrir skaða af þessum sökum, opin- berri aðstoð, auk þess sem hún krefst þess að fóðurfyrirtækin láti bændum í té nýtt fóður án end- urgjalds, sem og að þau komi upp sjóði til hjálpar bændum sem orðið hafa fyrir tjóni. Að öðr- um kosti stefnir fjöldi bænda beint í gjaldþrot. Renate Kunast vill koma bændunum til hjálpar án tafar. Yfirstjórn ESB í Brussel verður hins vegar að afgreiða málið fyrst samkvæmt gildandi reglum sambandsins en vafi leikur á hvort þær ná yfir skaða sem þennan. Jafnframt vill yfirstjórn sambandsins setja reglur um há- marks leyfilegt magn af Nitrofen í matvælum en þau fyrirmæli skortir þar sem efnið var sett á bannlista þegar árið 1988. (Landsbygdens Folk nr. 23 og 25/2002) | 30 - Freyr 6/2002

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.