Freyr - 01.07.2002, Síða 33
allt markað langri og þungri beit-
arsögu. Beitaráhrifin eru svo út-
breidd og allt að því altæk að
erfitt er að gera sér grein fyrir
þeim; við höfum svo lítið til sam-
anburðar. Að þessu leyti til er ís-
land eins og önnur Evrópulönd;
vafasamt er að halda því fram að
hér sé til eitthvað, a.m.k. á lág-
lendi, sem stæði undir nafni sem
ósnortin náttúra. Til dæmis vitum
við ekkert um það hvort eða
hvemig allt það gífúrlega áfok,
sem safnaðist fyrir í jarðvegi og
allt að tífaldaði jarðvegsþykknun
eftir landnám, hefur haft áhrif á
gróður eða á lífríki í ám og vötn-
um.
Önnur umbylting lands:
FRAMRÆSLA VOTLENDIS
Ætla má að hin opna, skóg-
lausa ásýnd Islands hafi mótast
fljótlega eftir landnám. Engar
myndir em til frá íslandi miðalda
og landslag í elstu teikningum og
málverkum, sem eru frá 18. öld,
er verulega stílfært (sjá t.d. Ponzi
1980). Þar er þó ekkert sem kem-
ur á óvart og svipmótið sem blas-
ir við í raunsæmi landslagsmynd-
um frá 19. öld er kunnuglegt (t.d.
W.G. Collingwood 1897).
Næsta umbylting á islensku
landslagi hófst ríflega þúsund ár-
um eftir þá fyrstu, skömmu eftir
lok síðari heimstyrjaldar þegar
íslendingar fóm að ræsa fram
votlendi í stómm stíl. Vissulega
höfðu menn grafið skurði fyrir
þann tíma en áveituskurðir jafn-
ast hvorki að víðáttu né líffræði-
legum afleiðingum við framræsl-
una. Framræslan hefúr haft feikn-
arleg áhrif á láglendi landsins; á
landslag, jarðveg, gmnnvatn og
síðast en ekki síst á lífríki. Af-
drifarikust hafa líklega verið
áhrif á fúglalíf (Einar Ólafur Þor-
leifsson 1997). Hlynur Óskarsson
(1997) hefur áætlað að búið sé að
ræsa fram 50-75% votlendis á
Öfugt við evrópskt búsetulandslag þar sem manninum hefur tekist að gera
náttúruna sér undirgefna, vekja mannvirki hér á landi oft frekar tilfinningu
fyrir smæð mannsins og verka hans i náttúrunni: Hringsdalur undir
Hringsdalsnúpi, Arnarfirði. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson).
láglendi. ítarlegri kannanir hafa
verið gerðar á Vesturlandi og
Suðurlandi. I Borgarfjarðarsýslu
áætlaði Hlynur Óskarsson (1997)
að væm eftir óröskuð um 9%
uppmnalegs votlendis en um
23% í Mýrasýslu. Lágsveitir Suð-
urlands voru áður mesta votlend-
issvæði landsins. Votlendi þakti
áður a.m.k. 1.100 km2 flæmi frá
Ölfusi að Markarfljóti, en nú eru
aðeins eftir óröskuð um 3% þess
( Þóra Ellen Þórhallsdóttir o.fl.
1997). Framræslan hefur ekki
bara vistfræðileg áhrif, hún hefur
vemleg sjónræn áhrif á landslag.
Skurðgröftur skiptir landinu í
skákir sem oft bera hver sinn lit
og áferð. Landslagsáhrif fram-
ræslunnar em að því leyti hlið-
stæð við akuryrkju, að til verður
mósaík ferhyndra reita.
ÍSLENSKT BÚSETULANDSLAG?
Víða erlendis er lögð mikil
áhersla á vemdun búsetulands-
lags eða menningarlandslags
(kulturlandskab, cultural land-
scape), og er það stundum einn
fyrirferðamesti þáttur náttúm-
vemdar. Raunar miðar náttúm-
vemd í Evrópu sjaldnast að ein-
hverju sem kalla mætti upphaf-
lega eða villta náttúru, - hún glat-
aðist víðast hvar fyrir svo löngu
að hún verður ekki endurheimt.
Lífríkis- og landslagsvernd í Evr-
ópu beinist miklu oftar að þeirri
manngerðu náttúm sem mótaðist
á löngum tíma af hefðum og
verkmenningu sem héldust svip-
aðar um hundruðir eða jafnvel
þúsundir ára, allt fram til þess
tíma þegar landbúnaður tók að
vélvæðast á 20. öld. Hugtakið
búsetulandslag tekur til alls lands
þar sem ummerki mannsins sjást
(Frislid 1990). Borgarlandslag og
iðnaðarlandslag fellur því einnig
undir búsetulandslag en oftast
beinist áhugi að landslagi mótuðu
af hefðbundnum landbúnaði.
Verndun búsetulandslags tekur til
margra þátta, gróðurs og annars
lífríkis, menningarverðmæta, s.s.
gamalla húsa og mannvirkja, og
til sögu verkmenningar eins og
hún birtist í landinu. Vemdun bú-
setulandslags er víða nátengd
vemdun líffræðilegrar ljölbreytni
og fjölbreytni í landslagi.
Lítið hefur verið skrifað um ís-
lenskt búsetulandslag og kemur
þar líklega margt til. Hér er rækt-
unarstig lágt og þaulræktuð akur-
lendi alls ekki til. Vegna þess hve
ræktunarstig er lágt, er miklu
minni munur á líffræðilegri íjöl-
Freyr 6/2002 - 33 [