Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2002, Page 38

Freyr - 01.07.2002, Page 38
Dæmi um hugmyndir manna um fallegt landslag. muni að þessari kynslóð genginni hreinlega leggjast í eyði. Líklega mun skilja meira milli landshluta en áður í landnýtingu og það mun fljótlega skila sér í breyting- um á gróðurfari. Ef hætt verður að beita hina stóru afrétti miðhá- lendisins verður e.t.v. farið að halda fé meira í byggð sem myndi vega upp á móti léttara beitarálagi vegna færra fjár. Þar sem búfjárbeit hverfur, munu verða verulegar breytingar á landi. Víða mun graslendi hverfa undir kvist, víði (loðvíði eða gul- víði) eða birki þar sem fræ er fyrir hendi, og ætihvönn gæti breiðst út við ár og læki. Rækt- aða landið mun taka annars konar breytingum a.m.k. fyrst í stað með sinu eða sóleyjarbreiðum. Það sýnir sig að gróðurbreytinga gætir oft mjög fljótlega eftir frið- un. Nefna má t.d., breytingar sem urðu eftir að þjóðgarðurinn í Jök- ulsárgljúfrum var friðaður og birki og gulvíðir spruttu ótrúlega fljótt upp, enda fræuppspretta ná- læg. Gömlu túnin í Skaftafelli eru óðum að hverfa undir stóra kringlótta gulvíðirunna. Það er hins vegar afar misjafnt hvað auðnimar gróa hratt upp; sums staðar tekur gróður fljótt við sér í kjölfar friðunar en annars staðar gerist sáralítið áratugum saman. Við vitum ekki enn hvaða um- hverfísþættir skipta máli en við því er mikilvægt að fá svör. Lokaorð Eg hef nú stiklað á stóru um breytingar á ásýnd Islands frá landnámi og til okkar daga. I því felst nokkur þversögn að búseta hefur óvíða haft jafn afdrifaríkar afleiðingar fyrir gróður og hér á landi, en jafnframt má halda því fram að Islendingar hafi engu síður markað grynnri spor í lífríki lands síns en flestar aðrar þjóðir. Allt landið er nú orðið skipulags- skylt með skipulagsáætlanir á mismunandi stigum; svæðis- skipulag (fyrir fleiri en eitt sveit- arfélag til minnst 12 ára), aðal- skipulag (fyrir tiltekið sveitarfé- lag fyrir minnst 12 ár) og deili- skipulag fyrir afmarkaða reiti innan sveitarfélags. Með slíkri heildstæðri áætlunargerð ætti að vera svigrúm til að skipuleggja landnýtingu til framtíðar. Víða erlendis sæta slíkar skipulags- áætlanir mati á umhverfisáhrif- um. Það er enn ekki gert hér á landi, en mun vafalítið koma. Það fer varla á milli mála að við stöndum á krossgötum í landnýtingu, og þróun búsetu á næsta áratug mun hafa veruleg áhrif á framtíð íslensks landbún- aðar. Sumar fyrirhugaðar nýj- ungar í ræktun geta haft mikil og varanleg áhrif á íslenskt lífríki. Eigi hið fomkveðna, að í upp- hafi skulu menn endirinn skoða, einhvers staðar við, þá er það hér þar sem ómögulegt kann að vera að þurrka út eða bæta fyrir áhrif vanhugsaðra eða rangra ákvarðana. Nýtt verðmætamat á náttúm landsins kann að vera að ryðja sér til rúms sem gæti haft áhrif jarðarverð og á landnýt- ingu. Fólkið lifði en skógurinn dó. Forfeður okkar drógu ffam lífíð í harðbýlu landi og öll emm við Islendingar jafnmiklir afkomend- ur þeirra. Halldór Laxness skrif- aði gegn framræslu mýra í frægri blaðagrein árið 1972 (Hemaður- inn gegn landinu) og þegar hann spurði í niðurlagi hennar hvort ekki væri kominn tími til að moka ofan í skurðina aftur, hefur sumum lesendum Tímans líkega fúndist það dæmi um afkáralegt skopskyn Nóbelsskáldsins. Þessi tími er nú samt kominn. I fyrsta sinn i Islandssögunni getum við tekið ákvarðanir um landnýtingu, upplýst og meðvituð um þau líf- ffæðilegu langtímaáhrif sem at- hafnir okkar hafa. Mikilvægt er að nota það vald vel, minnug þess að ákvarðanir um landnýt- | 38 - Freyr 6/2002

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.