Elektron - 01.09.1916, Blaðsíða 18

Elektron - 01.09.1916, Blaðsíða 18
88 ÉLEKTRÖN t*au ár, sem T. hefir verið hér á landi, hefir hann getið sér hið besta orð meðal allra er nokkur veruleg kynni hafa af honum haft, enda er hana maður mjög ástúðlegur og hinn strangasti með alla reglusemi, auk þess sem hann er mjög framarlega í sinni grein. Mætti geta þess hér, að þegar íslandskabillinn var gerður, var T. falið það trúnaðarstarf að reyna (»testa«) spottana jafnóðum og þeir voru gerðir í verksmiðjunni. — Sem stendur, er Tönnesen settur stöðvarstjóri hjá »mikla norræna« á stöð þess í London, en kemur vænt- anlega til Seyðisfjarðar aftur að lok- inni styrjöldinni. í fjarveru hans er Hr. C. Groneman rafmagnsfræðingur hjá »mikla norræna« seltur stöðvar- stjóri á Seyðisfirði. Gísli J. Olafson stöðvarstjóri. Vér flytjum hér mynd af yngsla gæzlustöðvarstjóranum á íslandi, Gísla J. Ólafson. Hann var einn fjórmenn- inganna, er sigldu utan veturinn 1905 til þess að læra símritun. Var hann er landssíminn tók til starfa skipað- ur símritari við landssímastöðina í Reykjavík, en árið 1908 var hann settur stöðvarstjóri á Akureyri. Veit- ingu fyrir þeirri stöðu fékk hann frá 1. janúar 1909. Á Akureyri var Gísli til 1. maí 1912, er hann íluttist til Reykja- víkur ogvarð forstjóri stöðvarinnarþar. Gísli er einstakt ljúfmenni í alla staði, við undirmenn sína sem aðra, enda er hann vel liðinn af öllum er hann þekkja. Fylgist hann mjög vel með í sinni grein, og hefir tekið mik- inn þátt í því starfi F. í. S., að út- breiða þekkingu á rafmagnsfræði meðal íslenzkra símamanna. Hann er fæddur hér í Reykjavík 9. sept. 1888. Magnús H. Thorberg stöðvarstjóii, einn fjórmenninganna fyrstu, er fædd- ur 6. júlí árið 1881. Hann var sýslu- Gísli J. Ólafson.

x

Elektron

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elektron
https://timarit.is/publication/874

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.