Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Page 4

Símablaðið - 01.12.1983, Page 4
Samningar komnir í gang og nýjar náms- brautir í gagnið í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um, að afnema úr bráðabirgðalögunum frá í vor ákvæðið um bann við kjarasamningum fram til 1. febr. n.k., hafa viðræður nú hafist milli BSRB og fjármálaráðherra um nýja kjarasamninga. BSRB hefur sett fram kröfu um 15 þúsund króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu miðað við núver- andi verðlag en hefur að öðru leyti ekki mótað endanlega kröfugerð. Með þessu móti vill bandalagið leggja höfuðáherslu á að nú beri fyrst og fremst að freista þess að bæta strax kjör þeirra lægst launuðu, og í því skyni hefur verið rætt um möguleika á bráða- birgðasamkomulagi í þeim efnum. Það á hinsvegar eftir að koma í Ijós hversu mikill hugur býr að baki yfirlýsingum manna nú um að lagfæring til þeirra lægst launuðu eigi að hafa algjöran for- gang, en það hefur oft viljað brenna við á undanförnum árum að orð og efndir í þessu efnum hafa ekki farið saman. í upphafi samningaviðræðna verður engu spáð um niðurstöður, en ástæða er til að vara við þeim áróðri vinnuveitenda að nú sé það eitt til ráða að breyta „félagsmálapökkum“ síðustu ára í beinar launagreiðslur. Hefur þar verið tilnefnd t.d. orlofslengingin, sem um var samið á síðasta ári og ýmis önnur atriði kjarasamninga. Því er treyst að ekki þurfi símamenn neina sérstaka brýningu til að gjalda varhug við slíkum hugmyndum. o O O o o Nú er að Ijúka fyrsta námskeiðinu á hinni nýju námsbraut talsímavarða. Um tuttugu talsíma- verðir hafa tekið þátt í námskeiðinu og er undirrituðum kunnugt um að almenn ánægja ríki í þeim hópi með námskeiðið og það námsefni sem tekið hefur verið fyrir. Ábendingar hafa komið fram frá hópnum um að æskilegt væri að fjölga kennslustundum í sumum greinum, og einnig að fækka mætti nokkuð í öðrum þar sem fyrst og fremst er fjallað um efni, sem reyndir starfsmenn þekkja. Þeim sem undirbjuggu námskeiðið var Ijóst að hér var um frumraun að ræða og reynslan yrði að sýna hvað væri til frambúðar og hverju þyrfti að breyta strax að loknu fyrsta námskeiði eða jafnvel á meðan á því stæði. Markmiðið með námskeiðinu er að kenna efni sem kemur að gagni í hinu daglega starfi bæði fyrir viðkomandi starfsmenn og þá ekki síður fvrir Stofnunina og við- skiptavini hennar. Áð undanförnu hefur einnig staðið yfir fyrri hluti fyrsta námskeiðsins fyrir skrifstofumenn og hefur það einnig gengið mjög vel. Um báðar þessar námsbrautir var samið í síðasta sérkjarasamningi FIS, og er ástæða til að fagna því hversu vel hefur staðist að koma þeim í gang og hversu vel að verki hefur verið staðið í þeim efnum bæði af skólastjóra og skólanefnd Póst- og símaskólans, Stofnuninni sjálfri og öðrum þeim sem að málinu unnu. Hér hafa menn lagst á eitt um að hrinda þessu réttlætismáli í framkvæmd. Raunar má segja að hér sé ekki aðeins um réttlætismál að ræða heldur jafnréttismál á þann hátt að þessir starfs- hópar hafi sama rétt til formlegs náms og ýmsir aðrir starfshópar innan Stofnunarinnar. Menn hafa einnig verið sammála um það að hér fari hagur starfsmanna og Stofnunarinnar saman. Hún 78 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.