Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 36

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 36
Myndir frá 1930 — af fyrstu meiri háttar jarðsímalögn á íslandi Guðlaugur Narfason. Ögmundur Frímannsson, tæknifulltrúi í Hússtöðvadeild Símstöðvarinnar í Reykja- vík, hefur mikinn áhuga á frásögnum af störfum símamanna frá liðinni tíð og má nefna að hann hefur safnað Símablaðinu allt frá því er hann hóf störf hjá Stofnuninni árið 1944. Ögmundur leit inn til blaðsins og kom fær- andi hendi. Hann var með myndir af síma- mönnum við störf á árunum í kring um 1930. Ögmundur sagði þetta vera myndir úr dán- arbúi móðurbróður síns, Guðlaugs Narfa- sonar, sem starfaði hjá Landssímanum á ár- unum 1930 — 1941. Þetta eru m. a. myndir af fyrstu meiri hátt- ar jarðsímalögn á fslandi, þegar jarðsíma- strengur var lagður frá Landssímahúsinu í Reykjavík að Utvarpsstöðinni á Vatnsenda árið 1930. Símablaðið þakkar Ögmundi fyrir þetta framlag til blaðsins og eru nokkrar þessara mynda birtar hér. Við Rauðarárstíg og í Oskjuhlíöinni. Við Litlu Hlíð í Öskjuhlíðinni. 110 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.