Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 33
Hersteinn Magnússon
Yfirumsjónarmaður
Ritsímanum, Reykjavík.
Hersteinn, þú fórst í námsferð til Norður-
landanna í sumar. Hvað getur þú sagt okkur
um þá ferð?
Eftir að ég lauk námi sl. vor og í beinu
framhaldi af því, sótti ég um að fá að fara til
Norðurlandanna, til að kynna mér helstu nýj-
ungar í mínu fagi og þá sérstaklega símatelex-
inn, sem væntanlega kemur fljótlega hér.
Málaleitan minni var vel tekið af forráða-
mönnum Stofnunarinnar og Þorvarður Jóns-
son, yfirverkfræðingur skipulagði för mína.
Ég var einn mánuð í ferðinni og eyddi sumar-
leyfi mínu í hana. Lengst dvaldi ég í Kaup-
mannahöfn og Stokkhólmi, en skemur í Oslo
og Florö.
Hersteinn Magnússon.
Ólafur Eyjólfsson, yfirdeildarstjóri var
með mér í Kaupmannahöfn og var nám okkar
þar samræmt. Á öllum stöðum hafði þegar
verið gerð vinnu- og námsáætlun með það
fyrir augum, að ég fengi að kynnast sem flestu
og læra sem mest.
Þar sem ég vissi, að símatelex er væntanleg-
ur hingað á Ritsímann bráðlega, þótti mér
nauðsynlegt að skrifa hjá mér alla vinnutil-
högun og skýringar á framgangsmáta slíkrar
þjónustu, þar sem hún er orðin all þróuð á
Norðurlöndunum. Úr þessum punktum vann
ég svo skýrslu upp á 25 vélritaðar blaðsíður,
sem ég vona að muni gera okkur auðveldara
fyrir, þegar símatelexinn verður settur á stofn
hér. Fyrir utan símatelexinn kynnti ég mér
ýmis önnur málefni, sem tengjast störfum
okkar hér á Ritsímanum.
Ef við berum okkur saman við Norður-
löndin, þá er ljóst að Danir, Svíar og Norð-
menn standa okkur framar hvað tækjabúnað
snertir. Þágeta þeir og boðið upp áfleiri ,,sér-
þjónustur“ ýmiskonar.
Sérstaklega fannst mér háþróuð tækni Sví-
anna. Maður gat gengið um á stórri ritsíma-
stöð, þar sem gífurlega mikið skeytaflæði fór
um, en enginn pappír sjáanlegur. Allt unnið
í tölvum.
Hvaða „sérþjónustur“ ertu að tala um?
Þá er fyrst að nefna símatelexinn, en Danir
hófu rekstur hans árið 1965, en Svíar og
Norðmenn kringum árið 1980. Við hér á Rit-
símanum munum taka upp sama vinnumáta
og tíðkast á hinum Norðurlöndunum, þ. e. að
skeytin verða tekin beint úr sima inn á fjar-
rita, sem síðan eru send til móttakenda með
sama tæki. Verður spennandi að taka upp
þessa nýju þjónustu og fá að taka þátt í að
koma henni á laggirnar.
Þá eru alls staðar á Norðurlöndunum al-
menningstelex (publictelex), sem einnig er
fyrirhugað að komi hér á Ritsímann í Reykja-
vik. í afgreiðslustöðvum stórra símstöðvaeru
höfð tæki í sérstökum klefum, sem almenn-
ingi stendur til boða. Viðskiptavinurinn send-
ir þá sjálfur sitt skeyti, en getur þó fengið að-
stoð ef hann óskar þess. Þetta er t. d. mjög
vinsælt af blaðamönnum og fréttariturum
erlendra fréttastofa og ýmsum þeim er vanir
eru að handleika slik tæki.
Þá sá ég í Noregi sjónvarpssíma, en hægt er
að fá leigt herbergi á símstöðinni í Oslo, sem
búið er sjónvarpstækjum, sem tengd eru við
síma og hringja þaðan til ýmissa staða, sem
þá eru tengdir samskonar tækjum. Er þetta
mjög vinsælt af verslunarmönnum og fleir-
um, sem halda þá gjarna fundi með þessum
hætti, þvi 3 — 4 aðilar geta setið við borðið
á hvorum stað. Sparar þetta bæði ferðalög og
peninga.
Þá get ég nefnt sem dæmi um tækniþróun-
ina, að vakningaþjónusta sú, sem við þekkj-
um í gegnum 02 og er handunnin sem kunnugt
er, er unnin þannig í Oslo, að viðskiptavinur-
inn hringir og pantar þjónustuna með hefð-
SÍMABLAÐIÐ 107