Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 6
Nýjar námsbrautir
— í Póst- og símaskólanum fyrir talsímaverði og skrifstofufólk
Þegar hin nýja námsbraut fyrir talsímaverði var komin vel í gang í Póst- og símaskólanum, fór
blaðamaður Símablaðsins á vettvang og ræddi við nemendur og bað þá að segja nokkur orð um
námið.
Þær Jónína Kristjánsdóttir, Guðrún María Harðardóttir og Soffía Sveinsdóttir höfðu eftirfar-
andi að segja. Kristjana H. Guðmundsdóttir
Myndir: Ásgeir Valur Snorrason
Jónína Kristjánsdóttir, Talsambandi við útlönd, segir frá:
Núna í september hófust talsímavarða-
námskeiðin, sem samið var um í sérkjara-
samningum F.f.S. og ríkisins á síðast liðnu
ári. Þó að aðdragandinn væri rúmt ár, var
samt eins og það kæmi fólki svolítið á óvart.
Umsóknir bárust dræmt til að byrja með.
Bæði var, að sumarorlof stóðu enn yfir og
umsækjendur þurftu með litlum fyrirvara að
bjarga málum á heimavelli, þ.e. með tilliti til
maka og þarna. En eftir fjölmennan kynn-
ingarfund, þar sem Jón Ármann Jakobsson
skólastjóri Póst- og símaskólans varð fyrir
svörum, fóru umsóknir að streyma inn og
brátt urðu fyrstu námskeiðin fullsetin.
Af ástæðum, sem öllum eru kunnar, eru
þessi fyrstu námskeið einungis fyrir fólk sem
er í starfi. Fyrri hlutinn nær yfir 6 vikur og
þegar þetta er skrifað stendur yfir hlé, uns
seinni hlutinn 4 vikur hefst þ. 21. nóvember.
Alls eru þetta 330 kennslustundir.
Ég er ein úr hópi átján þroskaðra unglinga,
sem reið á vaðið i þessari nýju námsbraut í
Póst- og símaskólanum. Frá landsbyggðinni
komu átta þátttakendur, en tíu voru úr
Reykjavík. Góður hópur, sem hristist strax
vel saman.
Námsgreinarnar eru allar áhugaverðar,
misjafnlega þó, eins og gerist og gengur.
Sumt er upprifjun og annað er nýtt fyrir okk-
ur. Ég lærði þarna undirstöðuatriði í þók-
færslu og gekk kennarinn knálega fram í að
kenna mér að hugsa rökrétt.
Jónína Kristjánsdóttir.
En allt er þetta í mótun eins og gefur að
skilja og getur verið álitamál á hvað beri að
leggja mesta áherslu. Ég hefði viljað ætla ís-
lenskunni meira rúm í námsskránni. Ástkæra
ylhýra málið á í vök að verjast og verður seint
gert of hátt undir höfði.
Tölvufræðsla er fyrirhuguð í seinni hlutan-
um og verður vonandi myndarlega að henni
staðið.
80 SÍMABLAÐIÐ