Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1983, Side 13

Símablaðið - 01.12.1983, Side 13
Það var þannig, að nýlega hafði verið sett- ur upp 3ja rása fjölsími milli Reykjavíkur, Hornafjarðar og Reyðarfjarðar og þurfti tæknimenn á þessa staði. Eg var beðinn að fara á Reyðarfjörð og Guðmundur Pálsson, símvirki, fór á Hornafjörð. Áður en ég fór austur óskaði ég eftir að fá tilsögn í línumælingum, sem ég fékk hjá Edvarði Árnasyni, símaverkfræðingi og til- sögn í jarðsímatengingum aflaði ég mér hjá Kristjáni Snorrasyni, símaverkstjóra Bæjar- símans. í ágúst fór ég svo austur ásamt Elíasi Kristjánssyni, símaeftirlitsmanni, síðar birgðastjóra P. & S. Við fórum á bíl, sem Elí- as hafði látið innrétta fyrir mælitæki og verk- færi og í bílnum var jafnframt svefnpláss. Þetta var ákaflega kalt sumar og það snjó- aði fyrir austan. I leiðinni lagfærðum við línu, sem ritsímasamband við útlönd fór um, er hafði bilað á Haug, sem er fjallgarður milli Grímsstaða og Vopnafjarðar. Við fórum á hestum frá Grímsstöðum. Til fylgdar höfð- um við harðduglegan mann, Benedikt Sig- urðsson, bónda á Grímsstöðum. Veðrið var mjög slæmt og við komumst við illan leik í svartahríð í sæluhúsið á Haug. Daginn eftir urðum við svo að grafa okkur niður á upp- taksstaurana til að mæla línuna. Þetta var erfið viðgerðarferð, en það var gott að vinna með Elíasi hann var ferðagarp- ur og ósérhlífinn. Þessi fyrsta viðgerðarferð mín var for- smekkurinn að því sem beið mín fyrir austan. Ég fór margar álíka viðgerðarferðir þau ár sem ég var stöðvarstjóri á Reyðarfirði, oft við hinar verstu aðstæður, enda var svæðið stórt sem ég þurfti að sinna. Jafnframt viðgerðum á linum og símabúnaði, þá gerði ég við tal- stöðvar í bátum. Jónas Þorbergsson, út- varpsstjóri, sendi mér bréf og bað mig að taka að mér viðgerðir á útvarpstækjum. Ég vildi ekki skuldbinda mig til þess, en oft gerði eg við tækin fyrir nágrannana. Árið 1946 var ákveðið að leggja jarðsíma frá Eskifirði yfir Oddsskarð í áttina til Norð- fjarðar. Það vantaði mannskap í það verk, því verið var að leggja jarðsíma í Borgarfirði. Brynjólfur Eiriksson, símaverkstjóri, kom austur og réði mannskap í jarðsímagröftinn. Mér var falið að sjá um iarðsímalagninguna og mér til aðstoðar var Ólafur Guðmunds- son, símamaður, frá Seyðisfirði. Verkið gekk mjög vel og þegar því var lok- ið um haustið fengum við Brynjólfur eftirfar- andi skeyti frá Póst- og símamálastjóra: ,, Um leið og ég lýsi sérstakri ánægju minni yfir að lagningu og tengingu jarðsímans yfir Oddsskarð er lokið vil ég þakkaykkur báðum og öðrum er þar hafa starfað árvekni og vel unnið verk. Kveðja, Guðmundur J. Hlíðdal. “ Hlíðdal gisti hjá mér á Reyðarfirði, í júni árið 1944, ásamt konu sinni og dóttur. Hann þéraði mig þegar hann kom, en bauð mér síð- an dús. Svo gerðist það um haustið, að rafmagnið fór af, en rafveitan á Reyðarfirði var mjög ótrygg. Til öryggis voru vararafgeymar og voru þeir hlaðnir frá loftkældum bensínmót- or. Þessi mótor hitnaði mjög þar sem hann stóð inni í miðju stöðvarhúsinu og hafði nú brætt úr sér, sem og svo oft áður. Ég var í viðgerðarferð á Eskifirði, þegar rafmagnið fór af. Ég fékk hraðboð um að hringja strax í Póst- og símamálastjóra. Þeg- ar ég náði sambandi við Hlíðdal lýsti hann óánægju sinni yfir sambandsleysinu. Sagði það vera slæmt að geta ekki nýtt hin dýru fjölsímatæki vegna aðgæsluleysis. Hann krafðist skýringar og þéraði mig nú í hástert. Það fauk í mig, því mér fannst þetta ósann- gjörn athugasemd, þar sem ég var í viðgerð- arferð þegar rafmagnið fór af. Ég sagði, að fyrst hann væri farinn að þéra mig aftur, en hefði verið búinn að bjóða mér dús, þá væri best að við héldum áfram að þérast. En skýr- ingin á rafmagnsleysinu væri sú, að varamót- orinn væri algjörlega ófullnægjandi. Ég sagði jafnframt, að ég hefði margoft beðið um að fá dieselmótor að sunnan, en árang- urslaust. ,,Við skulum tala rólega um hlutina Haf- steinn“, sagði Hlíðdal og fór nú að þúa mig aftur. En með næstu skipsferð kom diesel- mótorinn austur. Árið 1947 sagði ég upp starfi mínu á Reyð- arfirði og hafði þá í huga að fara til Flug- málastjórnarinnar í Reykjavík. Sigurður SÍMABLAÐIÐ 87

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.