Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1983, Side 38

Símablaðið - 01.12.1983, Side 38
Frá ársfundi NTS Á ársfundi NTS sem haldinn var dagana 30. ágúst til 1. september s.l. var m.a. fjallað um hvern- ig skuli bregðast við tilkomu nýrrar tækni á skrifstofum og í því sambandi rædd og samþykkt sér- stök stefnuskrá fyrir NTS í þeim efnum. I framhaldi af samþvkkt hennar var ákveðið að senda út svofellda fréttatilkynningu: „Nordiske Teleansattes Samarbeidsorg- an“ (NTS) hefur upp á síðkastið rætt ítarlega um áhrif þeirrar nýju tækni, sem með vax- andi hraða er nú verið að innleiða á skrifstof- um. Hin nýja tækni hefur vissa kosti í för með sér, svo sem, að unnt er að skipuleggja starfið á betri hátt og möguleikar skapast til að flytja vinnuna til staða þar sem vinnuafl er fyrir hendi. í sambandi við þessa tækni sér NTS einnig ýmiss vandamál. Aukin hætta er því að hún geti m.a. leitt til: — lakari vinnuumhverfis — vaxandi einhæfni í störfum og — fækkun starfa. Þetta efni var höfuðmál á ráðstefnu NTS í marsmánuði 1983. Sú ráðstefna ákvað að unnið yrði að stefnumörkun fyrir NTS varð- andi nýja tækni á skrifstofum. Stefnuskráin er nú frágengin og fjallar m.a. um eftirfar- andi höfuðkröfur: — Félögin fái raunverulegan meðákvörð- unarrétt á öllum stigum þróunar og inn- leiðingu nýrrar tækni á skrifstofum. — Ávinningur þeirrar hagræðingar sem ný tækni á skrifstofum hefur í för með sér verður að koma starfsmönnum til góða í formi mikillar menntunar og betri starfskjara. — Vinna við þróun tölvuskjáa verður að hafa forgang þannig að unnt verði að útiloka alla neikvæða verkun frá þeim. — Skipulagningunni verður að vera þann- ig háttað að séð verði í tíma fyrir þau áhrif á starfsmenn sem innleiðing nýrr- ar tækni á skrifstofum hefur í för með sér. Sjá verður til þess að hugsanlegum umframstarfsmönnum bjóðist ný störf innan sömu stofnunar og sama land- svæðis. Út frá þjóðhagslegum sjónarmiðum telur NTS að símastofnanirnar eigi að hafa sterka aðstöðu í sambandi við framboð og sölu á nýjum tæknibúnaði fyrir skrifstofur. Með því að símastofnanirnar þrói ákveðna staðla í þessum efnum er auðveldara fyrir samfélagið að fylgjast með þróuninni og hafa möguleika á að draga úr neikvæðum afleið- ingum. Fái símastofnanirnar slíka aðstöðu krefst NTS þess að þær fái að starfa á sama grund- velli á samkeppnismarkaðinum og einkafyrir- tækin. NTS er samband símafélaganna í Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Sví- þjóð. A.G. Frétt: í síðasta Símablaði er greint frá því að stofnað hafi verið sérstakt ráð, ,,Póst- og símamálaráð“, sem skyldi vera ráðherra til ráðgjafar um öll meiri háttar reksturs- og fjárfestingarmál Stofnunarinnar. Þetta ráð hefur nú verið lagt niður af nú- 112 SÍMABLAÐIÐ verandi samgönguráðherra Matthíasi Bjarna- syni. Símablaðið hefur heyrt að ánægja ríki með þessa ákvörðun ráðherra hjá yfirmönnum Stofnunarinnar.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.