Símablaðið - 01.12.1983, Side 27
röntgentæknir, gift Si}»urði Helgasyni bóka-
verði, næstur er Stefán Olafur, sem undanfarin
ár hefur stundað nám í fiskeldisfræðum í Skot-
landi og Noregi, og yngstur er Jóhann, rafvirki
og nemandi í Tækniskóla íslands. Unnusta
hans er Elísabet Kemp frá Efri-Lækjardal í
Húnavatnssýslu.
Ólafur andaðist á Sjúkrahúsi Skagfirðinga
16. ágúst s.l.
Jón Böðvarsson
Jón Böðvarsson, símaverkstjóri, var fæddur
í Reykjavík 13. ágúst 1912.
Foreldrar hans voru Böðvar Jónsson og
kona hans Guðrún Skúladóttir.
Jón hóf störf hjá Bæjarsímanum í Reykjavík
1. október árið 1947.
Hann var skipaður línumaður 1. janúar
1955. Árið 1964 var hann skipaður símaverk-
stjóri í Jarðsímadeild Símstöðvarinnar í
Reykjavík og gengdi hann því starfi þar til hann
fór á eftirlaun 31. desember 1980. Frá þeim
tíma vann Jón á tímakaupi í Jarðsímadeild þar
til hann lést, 26. október s. I.
Árið 1939 giftist hann Hólmfríði Sigurðar-
dóttur, frá Vigdísarstöðum í V.— Húnavatns-
sýslu. Þau eignuðust sex börn, sem eru: Böðv-
ar, lyfjafræðingur, giftur Elsu Benediktsdótt-
ur. Bjarni, tæknifræðingur, giftur Birnu
Magnúsdóttur. Sigurður Ingi, stýrimaður, gift-
ur Árdísi Benediktsdóttur. Skúli, símaverk-
stjóri, giftur Svanhviti Magnúsdóttur, Ingi-
björg, gift Guðmundi Rúnari Jónssyni og
Haraldur, bifvélavirki.
Ólafur Þórarinsson
Ólafur Þórarinsson, stöðvarstjóri fæddist
23. október 1923 á Bíldudal.
Foreldrar hans voru Þórarinn Ólafsson, tré-
smiður og kona hans Guðrún Kristjánsdóttir.
Móðir sína missti Ólafur þegar hann var
tveggja ára og ólst hann upp hjá afa sínum og
ömmu á Bíldudal þar til hann var 12 ára, en þá
fór hann til föðurs síns í Keflavík.
Ólafur stundaði nám í Flensborgarskóla í
Hafnarfirði. Loftskeytaskólapróf tók hann
1946 og var loftskeytamaður á togaranum
Keflvíkingi í nokkur ár.
Hann hóf störf hjá P. & S. 1. janúar 1950 á
Loranstöðinni á Reynisfjalli og var skipaður
stöðvarstjóri þar 1. apríl 1951.
Árið 1959 var hann skipaður stöðvarstjóri á
Loranstöðinni að Gufuskálum og þar starfaði
hann þar til er hann hætti vegna veikinda árið
1974.
Síðustu árin dvaldi hann á Das í Hafnarfirði.
Ólafur giftist Sigurlaugu Magnúsdóttur árið
1952, hún lést árið 1971.
Börn þeirra eru: Þórarinn, símvirki, giftur
Björgu Karlsdóttir og eiga þau 4 börn, Magn-
ús, sem er bæði lærður loftskeytamaður og
SÍMABLAÐIÐ 101