Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1983, Side 44

Símablaðið - 01.12.1983, Side 44
Ur fundargerðarbók Félagsráðs Félagsráðsfundur haldinn 22. sept. 1983. Formaður félagsins, Ágúst Geirsson, ræddi bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar, sem fela í sér afnám samningsréttar stéttarfél- aga. Ágúst lagði fram eftirfarandi tillögu frá framkvæmdanefnd F.Í.S.: „Félagsráð F.Í.S. mótmælir harðlega bráðarbirgðalögum ríkisstjórnarinnar um af- nám samningsréttar og bann við greiðslu vísi- tölubóta á laun. Skorar Félagsráð eindregið á ríkisstjórn og Alþingi að afnema lögin og veita aftur þau sjálfsögðu mannréttindi sem felast í samn- ingsrétti launþega. Félagsráð hvetur alla símamenn til að taka þátt í undirskriftasöfnuninni, sem nú stendur yfir og einnig að fjölmenna á þá fundi BSRB og F.I.S., sem framundan eru um þessi mál.“ Fundarmenn ræddu þessi mál og síðan var tillaga framkvæmdastjórnar samþykkt sam- hljóða. Undir önnur mál ræddi formaður um námsbraut fyrir talsímaverði og rakti hann aðdraganda að stofnun hennar. Margir fund- armenn tóku til máls varðandi þessa náms- braut og hvernig að henni hafi verið staðið. Kom fram í máli fundarmanna að ástæða væri til að Félagsráð léti frá sér fara ályktun varðandi málið og voru lagðar fram tvær til- lögur er samræmdar voru síðan í eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var einróma: „Félagsráð leggur megin áherslu á að starfsmenn Pósts og síma njóti fyllsta jafn- réttis um nám og námsaðstöðu, en sé ekki mismunað eftir búsetu eða öðrum slíkum að- stæðum. Því skorar Félagsráð á Póst- og símamála- stjóra og skólanefnd Póst- og símaskólans að gefa öllum talsímavörðum hvar sem þeir starfa á landinu kost á, að taka talsímavarð- arnámið að fullu í skólanum ef þeir kjósa það frekar en að taka hluta þess í bréfaskóla- formi.“ Tómas Ragnarsson gerði fyrirspurn varð- andi inntökuskilyrði símsmiða í símvirjanám. Formaður svaraði þessari fyrirspurn. Leó Ingólfsson kynnti efnislega bréf til menntamálaráðherra, en þar mótmæla stjórnir Símvirkjafélags Isl. og 5. deildar F.Í.S. nýrri stefnu ráðuneytisins í réttinda- málum rafeindavirkja. Að lokum kynnti formaður tillögu Hjalta Ævarssonar, sem samþykkt var á aðalfundi F.Í.S. 5. maí s.l. um að felastjórn félagsins að leita eftir afslætti í verslunar- og þjónustu- fyrirtækjum til handa félagsmönnum í F.Í.S. Taldi formaður rétt að Félagsráð kjósi sér- staka nefnd til að athuga um þetta mál. Félagsráðsfundur haldinn 25. október 1983. Á dagskrá var m. a. kosning fulltrúa á bandalagsráðstefnu BSRB, sem haldin var 2.—3. nóv. s. 1. Formaður félagsins, Ágúst Geirsson kynnti bréf frá BSRB varðandi ráðstefnuna, en þar kemur fram að F.Í.S. hefur rétt á 4 fulltrúum og telst formaður eða varamaður hans full- trúi fyrir fyrstu 400 félagsmenn og þarf því að kjósa 3 fulltrúa fyrir félagið til setu á ráð- stefnunni. Kosningu hlutu: Aðalmenn: Sigurbjörg Haraldsdóttir Bjarni Ólafsson Þorsteinn Óskarsson Varamen voru kjörnir: Anna Einarsdóttir Þorvaldur Jónsson Tómas Ragnarsson Marta B. Guðmundsdóttir með 17 atkv. með 17 atkv. með 14 atkv. með 15 atkv. með 15 atkv. með 14 atkv. með 11 atkv. 118 SÍMABI AÐH)

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.