Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 7

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 7
Upprifjun á almennri landafræði væri líka vel þegin. Ekki endilega að vita lengdina á Amazon eða hvert lifibrauð þeirra er í Manchester, þó það sé auðvitað gott og bless- að. Heldur t.d. að kynna heiti nýfrjálsra ríkja í Afriku og víðar, sem flest hafa skipt um nöfn á síðustu áratugum. Með tilkomu fjar- skipta og sjálfvirkni erum við komin í sam- band við meirihluta jarðarbúa og þá er gott að koma ekki alveg af fjöllum. Jafnframt má benda á, hvort ekki sé tíma- bært þegar bílasimum fjölgar, að fræðast um öræfi og óbyggðir landsins. Af nógu er að taka. Við höfum kynnst ýmsum deildum hjá Stofnuninni og fræðst um aðrar. Ég er ekki í vafa um að þetta víkkar sjóndeildarhringinn og er af hinu góða. Ekki síst stuðla þessi nám- skeið að bættum samskiptum og kynningu starfsfélaga — það er að segja, á meðan þeir eru til staðar og tæknin er ekki búin að yfir- taka störfin. Stofnunin mætti tileinka sér að undirbúa og fræða starfsfólkið betur um nýjungar og breytingar, sem fyrirhugaðar eru á hennar vegum, áður en fjölmiðlum eru kynntar þær. Það sakar ekki að vekja athygli á þessu, á ári samskipta (world communication year). Vonandi stendur þetta til bóta þegar ráðinn verður blaðafulltrúi eða starfsmaður, sem hefur með almannatengsl að gera. Við vorum farnar að kunna vel við okkur í Skuggahverfinu og það ágæta fólk, sem þar vinnur. Auðvitað heyrðist stundum í okkur í frímínútunum. Það væri nú annað hvort. Talsímaverðir eru nú einu sinni með hressasta fólki. En munum, að tilgangurinn með nám- skeiðunum er líka liður í kjarabaráttunni. Baráttu, sem við skorum á félagið að fylgja fast eftir. þangað til skuldfærum við ríkið debet megin í bókhaldinu okkar. Talsímaverðir utan af landi F.v.: Guðrún IVIaría Harðardóttir, Borgarnesi, Anna Gunnlaugsdóttir, Akranesi, Gréta Jónsdóttir, Selfossi, Klsa Eyþórsdóttir, Hveragerði, Þórða B. Óskarsdóttir, Selfossi, Sig- urlín IVIagnúsdóttir, Akranesi, Kristín Haraldsdóttir, Borgarnesi og Sigrún Stefánsdótt- ir, Borgarnesi. Soffía Sveinsdóttir, varðstjóri l.anglíiniiini í Reykjavík, seyir frá: Ég er mjög ánægð með skólann og þótti virkilega skemmtilegt að setjast á skólabekk á ný. Að vísu voru þetta mikil viðbrigði, því að sjálfsögðu þurftum við að byrja á því að læra að læra. Og í Ijós kom, að vissulega var margt gleymt frá fyrri skólagöngu, en furða var hversu fljótt rykfallinn skólalærdómur- inn rifjaðist upp aftur. Það var verulega gaman að mörgum fög- unum, en önnur voru svo sem ekkert sérstök. SÍMABl.AOIt) 81

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.