Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Page 8

Símablaðið - 01.12.1983, Page 8
Tungumálakennslan leiddi í ljós,að við vor- um misvel á vegi staddar og meiri kennsla í þeim hefði verið æskileg. Ég tel mig hafa haft ofsalega gott af tungumálakennslunni. Bók- færslan þótti mér mjög skemmtileg og það hefðu gjarna mátt vera nokkrir stærðfræði- tímar, og einnig er tölvufræðsla nauðsynleg. Ég saknaði landafræðikennslu, því hennar held ég að sé mikil þörf, ekki síst, þar sem „Upplýsingar 03“ annast nú orðið þjónustu fyrir allt landið. Og þá má einnig nefna bíla- símana, sem dreifast um allt land. Þá hefðum við óskað eftir fleiri kennslu- stundum í íslensku og blokkskrift hefði verið mjög gagnlegt að læra. Haldnir voru margir fyrirlestrar t.d. um uppbyggingu Stofnunarinnar og réttindi og skyldur starfsmanna. Fyrirlestur um gervi- hnetti var mjög skemmtilegur og fróðlegur og fengum við að fara upp að Skyggni og skoða stöðina. Ekki eru allir jafn sáttir við, að þurfa að taka próf í skólanum, en ég vil hafa próf, því Soffía Sveinsdóttir. þau leiða í ljós hvað maður kann og kann ekki. Við lok fyrra námstímabils héldum við ofsa skemmtilegt bekkjarhóf, þar sem allar stelpurnar mættu og kom þar fram brýn þörf á söng- og textakennslu á framhaldsnám- skeiðinu! Við hlökkum til að hittast á ný. F.v.: Elín Sæmundsdóttir, Talsambandi við útlönd, Jónína Kristjánsdóttir, Talsambandi við útlönd, Kristbjörg Jóhannesdóttir, Afgreiðslu Ritsímans í Rvk. (Box), Hjördís Guð- laugsdóttir, Fanglínumiðstöðinni í Rvk. og Guðrún Jónsdóttir, Langlínumiðstöðinni í Rvk. Guðrún María Harðardóttir, Bor}»arnesi, segir frá: Ég hefi ekkert nema gott um þetta nám- skeið að segja. Það er þroskandi bæði félags- lega og andlega séð, að setjast á skólabekk á ný, auka við menntun sína og kynnast nýju fólki. Þessi fræðsla mun koma okkur til góða. Fyrst og fremst ættum við að verða færari i okkar daglegu störfum og vonandi leiðir námskeiðið til kauphækkunar og að einnig metið okkur í hag, ef til kæmu tilfærslur í störfum. Við vorum þrír talsímaverðir frá Borgar- nesi á námskeiðinu, þ.e. Sigrún Stefánsdóttir og Kristín Haraldsdóttir auk mín. Ég myndi telja það nokkuð sérstakt, að við komumst þetta margar frá sömu símstöð, en 82 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.