Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 19

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 19
ator), sem notaður er við að ,,gata“ veður- t'rettir og fréttaskeyti frá Veðurstofu og Fréttastofu Útvarps. Eru þau síðan send áfram til skipa með hjálp tækis, sem les gatastrimilinn og þarf því ekki að senda þessar fréttir út handvirkt. Mun þessi Magnús Guttormsson, Bílaradió. strimlagatari vera frá því í stríðslok, líkt og ritvélin góða. Magnús Guttormsson er við Landfar- stöðvaþjónustuna, öðru nafni Bílaradióið, sem hefur kallmerkið Gufunesradió. Hann sagði mér að mikið væri að gera yfir sumar- tímann, sérstaklega um helgar. Þá er einnig komin ný þjónusta til sögunnar, en það er af- greiðsla við áhafnir íslenskra flugvéla í leigu- flugi erlendis. Tala þær hingað heim frá Afríku, Saudi Arabíu, Libyu og fleiri stöð- um. Á ganginum fyrir framan Bílaradíóið hangir forláta klukka á vegg. Mun hún hafa verið smíðuð hjá Magnúsi Benjamínssyni, úr- smið fyrir fjölda mörgum árum. Var hún í Loftskeytastöðinni á Melunum og gekk þar eins og klukka, þannig að ekki munaði nema sekúndubroti á ári. Var hún sett eftir tíma- merki frá London og klukkur landsmanna stilltar eftir henni. Þegar nýja stöðin í Gufu- nesi var sett á stofn, var klukkan flutt þang- að. Gekk hún þar í tvær klst. og síðan ekki söguna meir. Eftir þessa ánægjulegu heimsókn hjá TFA, leit ég við hjá Radíóflugþjónustunni, sem flutti þangað um áramótin 1945—1946 og staðsett er í hinum enda hússins og var þar einnig mikið að gera. Varðstjóri þennan dag var Árni Egilsson, tæknifulltrúi. Hann sat þarna við stórt borð umkringdur tölvum og prenturum. Árni Gamli strimlagatarinn. sagði að varðstjórar hefðu mun fleiru að sinna, eftir að tölvuvætt var og væri oft þreyt- andi að vinna við þær. Loftskeytamennirnir sem starfa við Radíó- flugþjónustuna skiptast í fimm hópa og eru fimm til sjö manns á vakt í einu með varð- stjóra. Flugþjónustan er tengiliður milli flug- véla og flugstjórnarmiðstöðva. Þetta er öryggisþjónusta og mjög strangt eftirlit með öllu. Öll afgreiðsla við flugvélar er tekin upp á segulbönd sem eru geymd, þannig að alltaf er hægt að ganga að þeim ef eitthvað kemur upp á. Viðskipti við flug- stjórnarmiðstöð eru einnig tekin upp á segul- band. Ef eitthvað fer úrskeiðis er því til dag- bók, sem ekki er hægt að véfengja. Starfið þarf að ganga mjög hratt og krefst mikillar árvekni og nákvæmni. Þetta er þreyt- andi starf, að mestu fólgið í því að hlusta og tala. Ég leit inn til strákanna, sem sátu önnum kafnir í klefum sínum og reyndi að nema hvað heyrðist í tækjunum, en gat ekki greint orða- skil. En strákarnir fóru létt með það. Það var gaman að heimsækja Fjarskipta- stöðina í Gufunesi, og það var auðséð að allir sem einn unnu störf sín af alúð og samvisku- semi og gerðu sér fulla grein fyrir hinni miklu ábyrgð sem á þeim hvílir. Kristjana H. Guðmundsdóttir. SÍMABLAÐIÐ 93

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.