Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 21

Símablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 21
Stöðvarstjórarnir og gestir fundarins. Jón Tómasson er fremst á myndinni lengst til hægri. „Þökk sé þeim er veittu mér“ Jón Tómasson, fyrrv. stöðvarstjóri í Keflavík, segir frá ferð, sem honum var boðið í með stöðv- arstjórum, þegar þeir héldu aðalfund sinn í Höfn í Hornafirði í ágúst s.l. Félag stöðvarstjóra á 1. fl. B stöðvum varð til á fyrstu misserum síðari heimsstyrjaldar- innar. Mikil breyting átti sér þá stað á högum flestra íslendinga — athafnalíf og hagur fólks fékk vítamínssprautur, sem fljótlega bægðu frá drunga og deyfð kreppuára, þegar flest hafði verið fært í fjötra. Aflatregða og árstíðabundið atvinnuleysi var þá töluvert og sumar stéttir bjuggu við frumstæða kjara- hætti — þar á meðal starfsfólk Pósts og síma úti á landsbyggðinni, nema á umdæmisstöðv- um. Launin voru í lágmarki og réttindi engin. Frjóir og athafnasamir stöðvarstjórar á sv.landi hófust þá handa um að skipuleggja félagsstarf og leita úrbóta og nutu við það stuðnings hins kunna forustumanns F.Í.S. Andrésar G. Þormar, sem þá var formaður F.Í.S. og ritstjóri Símablaðsins. Ekki var þá eingöngu hugsað til kröfugerðar, heldur einnig til að leita samræmis og bættrar þjón- ustu í viðkvæmu ábyrgðarstarfi. Ég tel víst að frumkvæðið hafi komið frá Karli Helgasyni, sem þá var stövarstjóri á Blönduósi, en hann varð fyrsti formaður fé- lagsins og alla tíð í forustu þess þar til hann hætti störfum sjötugur 1973. En með hon- um voru í fyrstu stjórn þeir Hjálmar Hall- dórsson á Hólmavik og Þórður Sæmundsson á Hvammstanga. Þó að F.Í.S. ætti nokkurn þátt í stofnun þessara samtaka og greiddi götu þeirra eftir mætti, var þaðekki fyrr en 12—14 árum síðar að félögin sameinuðust — sem ég tel hafa ver- ið til bóta fyrir bæði félögin. í ágúst s.l. féll frá Karl Hjálmarsson, SÍMABLAÐIÐ 95

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.