Símablaðið - 01.12.1983, Síða 22
stöðvarstjóri Pósts- og síma í Borgarnesi.
Hann var einn af máttarstoðum félagsins í
áraraðir, virtur og vel metinn, góður fundar-
maður, tillögusnjall og málfylgjumaður, auk
þess skemmtilegur og fróður og afburða fær
starfsmaður.
Er útför hans fór fram í Fossvogskapellu
var kapellan þétt setin. Að athöfn lokinni
hittust utandyra forráðamenn deildar stöðv-
arstjóra, þau Marta Bíbí Guðmundsdóttir
formaður, stöðvarstjóri á Varmá, Guðbjörg
M. Thorarensen, stöðvarstjóri í Þorlákshöfn
og Björgvin Lúthersson, stöðvarstjóri í
Keflavík, auk Garðars Hannessonar stöðv-
arstjóra í Hveragerði, sem lengi var atkvæða-
mesti fulltrúi stöðvarstjóra við kjarasamn-
inga þeirra. Er þau stóðu þarna og ræddu lífs-
gátuna, leið framhjá þeim bifreið með öld-
ungi undir stýri, gömlum félaga úr þeirra röð-
um. Þá mun hugmyndin hafa orðið til, sú að
bjóða honum, sem heiðursgesti á aðalfund, er
halda átti austur í Höfn í Hornafirði 27. og
28. ágúst. Boðið var að sjálfsögðu þegið og
mér er ljúft að líða í huganum um þetta fagra
og tílkomumikla landssvæði milli Reykjavík-
ur og Hornafjarðar, með úrvals ferðafélög-
um, fyrrverandi stéttarsystkinum og mökum
margra þeirra.
o O O O o
Lagt var af stað frá aðalstöðvum Pósts og
síma í Reykjavík kl. 13.30 þann 26. ágúst í
40 manna bifreið frá Selfossi. Flestir voru
kunnugir fyrsta áfanganum, austur yfir Hell-
isheiði. Rigningarsudda sv. landsins skildum
við eftir í Reykjavík og austur á heiðinni var
komið sólskin en þykkur sortabakki var í
austri. Skýjaþykkni þetta rákum við á undan
okkur og ókum allan daginn í sólskini þar til
tunglskinið tók við um kvöldið.
í Hveragerði bættust í hópinn Garðar
Hannesson, Guðbjörg Thorarensen og Sig-
urður Ólafsson, stöðvarstjóri í Borgarnesi.
Garðar fræddi okkur um að Gissur jarl hefði
fyrrum búið í Hveragerði, og við sögulega
upprifjan kom á daginn að síðan hafði ekkert
álíka stórmenni ráðið þar ríkjum þar til
Garðar settist þar í embætti, eftir lát Sigríðar
Pálsdóttur.
Garðar nam ungur orkufræði þá, er bylt
hefur þjóðarhag og hvergi valdið vonbrigð-
96 SÍMABLAÐIÐ
F.v.: Guðný Guðnadóttir, stöðvarstjóri í Vík í
Mýrdal og Elín Valdimarsdóttir, stöðvarstjóri á
Kirkjubæjarklaustri.
um, nema ef vera kann við Kröflu og dreif-
býlispólitíkina svalg hann í sig með Flóabús-
mjólkinni. Hann var varla komin á biðilsbux-
ur er honum hafði hlotnast frambærilegt sæti
á framboðslista eins stærsta stjórnmála-
flokks landsins. Er við ókum austur Suður-
landskjördæmi komu eiginleikar hans á því
sviði vel í ljós. Hann fræddi okkur um nær
hvert einasta býli er við ókum framhjá og
önnur mannvirki, um bændur og aðra höfð-
ingja og varð varla af frásögn hans merkt
hvern pólitískan bókstaf hlutaðeigandi bar.
Á Hvolsvelli beið Hermann Magnússon,
stöðvarstjóri, eftir okkur. Hann fór hröðum
höndum um kylfur miklar og önnur golf-
gögn, bar golfhjálm mikinn á höfði og var
hinn vígalegasti. En þóað Hermann sé stórog
óárennilegur svo vel vopnum búinn, er okkur
gömlum starfsfélögum hans ljóst, að hann er
í hópi geðþekkustu manna.
Þegar við ókum austur Markarfljótsaura
og horfðum upp til sóluljómaðrar Fljótdals-
hlíðarinnar umvafða fjallakögri, varð okkur
ljós ástæðan fyrir því að ,,Gunnar sneri aft-
ur“ og vildi þar bíða þeirra örlaga er honum
voru búin.
Austur í Vík beið okkar kaffi og smurt
brauð hjá stöðvarstjóranum Guðnýju
Guðnadóttur, stórgóðar veitingar, sem
hraustlega var notið, vitandi það að næst yrði