Símablaðið - 01.12.1983, Qupperneq 28
stýrimaður, ógiftur, á eina dóttur, og Inga Haf-
dís snyrtitæknir, gift Kristjáni Staub og eiga
þau eina dóttur.
Ólafur lést 22. september s.l.
Þórður Markússon
Þórður Markússon var fæddur 23. septem-
ber 1940 í Stykkishólmi. Hann var sonur hjón-
anna Laufeyjar Bjarnadóttur og Markúsar
Þórðarsonar, skipstjóra.
Þórður hóf störf á Lóransstöðinni á Gufu-
skálum 1966 sem aðstoðarviðgerðarmaður og
vann þar til 1976.
Hann stundaði jafnframt nám þar og lauk
línumannsprófí 1970 og símsmiðaprófí 1972.
Árið 1976 hóf hann störf á Loran-Monitor-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Hann var í ársfríi frá störfum er hann lést
19. júlí s.l.
Árið 1961 kvæntist Þórður eftirlifandi konu
sinni, Svölu Þyri Steingrímsdóttur, er alin var
upp á Dagverðará á Snæfellsnesi. Eignuðust
þau þrú börn, Lilju, Laufeyju og Markús.
o O o o o
Valdimar Pálsson var fæddur 29. ágúst 1953
á Akureyri. Foreldrar hans voru Ragnheiður
Valdimarsdóttir og Páll Vigfússon.
Valdimar lauk prófi frá Gagnfræðaskóla
Akureyrar. Hann hóf störf hjá Pósti og síma
20. semptember 1970 á símstöðinni á Akur-
eyri. Hann lauk línumannaprófí 1975 og sím-
smiðaprófi 1977. Haustið 1980 varð hann að
hætta störfum vegna veikinda.
Valdimar Pálsson
Hann giftist Helgu Jónatansdóttur 30. júlí
1977 og eignuðust þau eina dóttur.
Valdimar lést 2. apríl 1981.
Bréf til Söludeildar:
Reykjavík, 7. 11. ‘83
Starfsmenn Söludeildar
Pósts og síma.
Þegar við nú ýtum úr vör litlu fyrirtæki,
langar okkur að þakka þá góðu þjónustu og
þægilega viðmót, sem þið hafið sýnt okkur.
Það hefur allt verið til fyrirmyndar, og ég ef-
ast um að mörg einkafyrirtæki geti státað af
slíku.
Kœrar þakkir.
Lifið heil.
Árni Gunnarsson
Útvarpsauglýsingar s/f
102 SÍMABLAÐIÐ