Símablaðið - 01.12.1983, Side 30
Símafólk er fróðleiksfúst
Eins og fram kom í síðasta tölublaði Símablaðsins, hefur símafólk löngum verið fróðleiksfúst
og margt hvert notað frístundir sínar til náms. Þá hefur það einnig notað sumarleyfi sín til þess
að leita sér aukinnar menntunar í öðrum löndum, bæði í sambandi við störf sín og áhugamál.
Símablaðið hafði fregnir af símafólki, sem leitaði fanga erlendis nú í sumar og tók það tali.
En líklegt má telja, að fleiri hafi farið slíka för og væri gaman heyra frá þeim.
Það er eftirtektarvert, að frá einni deild, Ritsímanum í Reykjavík, fóru þrír símamenn í náms-
og kynnisferðir í sumarleyfínu, mislangar að vísu, en sá fjórði fór á vegum Stofnunarinnar. Mun
það vera í fyrsta sinn síðan árið 1942, sem starfsfólk Ritsímans fer út fyrir landssteinana til
þess að kynna sér sambærileg störf hjá öðrum þjóðum.
Þá hittum við einnig að máli tvær konur, sem fóru í tungumálaskóla í sitt hvoru landinu, en
vitað er að margir hafa hug á slíkum námsferðum.
Fara viðtöl við þetta áhugasama simafólk hér á eftir.
Jón Kr. Óskarsson
Yfirumsjónarmaður
Ritsímanum, Reykjavík
Þú fórst til Danmerkur í sumarleyfi þínu og
heimsóttir þá Aðalritsímastöðina hjá „Mikla
Norræna“ í Kaupmannahöfn. Hvernig leist
þér á aðstöðuna þar?
Ég fór fyrst og fremst til þess að kynna mér
afgreiðsluhætti varðandi símatelex og public-
telex. Fylgdist ég með hvernig hlutirnir gengu
fyrir sig og var einn starfsmaðurinn látinn
sýna mér allt sem athyglisvert var. „Mikla
Norræna“ í Kaupmannahöfn er staðsett í
gömlu húsi og sýndist mér víða þröngt um
starfsemina þar, sér í lagi þar sem tækninýj-
ungar höfðu verið örar. Á öðrum deildum er
svo aftur rýmra. Tækjabúnaður virðist hafa
verið endurnýjaður á margan hátt og var
þarna margt fróðlegt að sjá.
Það má gjarna koma fram, að við erum
komnir mun lengra en Danir hvað sjálfvirkni
snertir í símaþjónustu við útlönd. Það er
hægt að velja beint til yfir 90% landa héðan
án þess að fara í gegnum Talsambandið, en
aðeins 25% frá Dönum.
Hvernig er aðbúnaður starfsfólks hjá
„Mikla Norræna“?
Aðbúnaður starfsfólks virðist vera góður.
Ágætt mötuneyti er þarna, en húsakynni þó
ekki eins góð og hjá okkur. Allir matartímar
Jón Kr. Óskarsson.
eru skipulagðir og skráð niður hvenær fólk
fer í mat og kemur aftur. Tómstundaherbergi
er þarna líka með fundaraðstöðu. Leikfimi,
er fyrir þá sem þess óska milli kl. 1215 og
143 . Starfsfólkið iðkar þrjár til fjórar
íþróttagreinar, þar á meðal handknattleik.
Reykingar á vinnustað voru bundnar við
ákveðinn tíma dags. Bannað var að reykja
milli kl. 9—12 og kl. 15—18, og var þeim
reglum fylgt vel eftir.
Launin virtust vera betri en hjá okkur.
Vaktaálag er mun breytilegra, t. d. er auka-
vaktaálag eftir ákveðinn tíma á laugardögum
og alla helgina.
Það er mjög lærdómsríkt, að kynnast
störfum, kjörum og viðhorfum fólks, sem
vinna við sambærileg störf í öðrum löndum.
104 SÍMABLAÐIÐ