Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Page 31

Símablaðið - 01.12.1983, Page 31
Jón Kvaran Tæknifulltrúi Ritsímanum, Rcykjavík. Þú fórst til Lundúna í sumarleyfinu og not- aðir tækifærið til að kynna þér símatelex og fleiri nýjungar. Hvað getur þú sagt okkur það- an? Ég hafði lengi haft áhuga á að heimsækja Aðalstöð „Mikla Norræna“ í Lundúnum og kom Þorvarður Jónsson, yfirverkfræðingur því í kring, að ég mætti koma þangað og kynnast starfseminni þar og þá sér í lagi síma- telexinu. Það verður að segjast, að það var með mik- illi eftirvæntingu að ég fór að sjá stöðina, því Jón Kvaran. ,,Hið Mikla Norræna“ hefur verið í huga manns sem ,,stóra stöðin“ frá því að ég hóf störf hér fyrir 45 árum síðan, enda var hún þá eina stöðin sem afgreitt var við milli landa. En ég varð óneitanlega undrandi að sjá að þetta var ekki stærra í sniðum nú en það er og hafa þeir áreiðanlega séð betri tíma. Stöðin er staðsett í mikilli byggingu frá gamla tímanum, einar fjórar hæðir og var mér sagt, að þegar „Mikla Norræna“ hafði mest umleikis, hefði starfsemin verið á öllum hæðum, en í dag láta þeir sér nægja kjallara hússins. En mér var jafnframt sagt, að heldur væri starfsemin á uppleið og myndu þeir að líkindum fara að færa sig ofar í húsið. En hvað um það. Mér var tekið mjög vel og Poul Frederiksen, stöðvarstjóri sem sá um upp- setningu sæsímastöðvarinnar í Vestmanna- eyjum árin 1960 — 1961, tók á móti mér og sýndi mér stofnunina. „Mikla Norræna“ hóf símatelexþjónustu fyrir sjö árum síðan og það sem mér fannst einna athyglisverðast var það, að fljótlega eftir að þeir tóku upp þessa þjónustu, kom í ljós að fólk kunni vel að meta hana og færði sér símatelexinn mjög í nyt, langt fram yfir það sem reiknað var með. Kom í ljós, að ýmis fyrirtæki sem áður höfðu haft afnot af telexi hjá föstum telexnotendum, notfærðu sér hina nýju símatelexþjónustu, sem boðið var upp á og beindu viðskiptum sínum þangað. Ekki er ólíklegt, að sama þróun verði hér heima, því mjög mikið hefur verið spurst fyrir um hve- nær þessi þjónusta taki til starfa hér. Eins og áður hefur komið fram, eru húsa- kynni heldur lítil og sýndist mér allri vinnu- aðstöðu þröngur stakkur búinn. í litlu her- bergi voru sex símastúlkur sem sinntu þessari þjónustu eingöngu, þ. e. tóku niður skeyti í gegnum síma, sem síðar var komið áfram til símritara, sem sáu um að koma þeim áleiðis. í Bretlandi er ekki um reglulegan útburð á skeytum að ræða, heldur er gengið frá skeyt- unum á venjulegan hátt og þau síðan póst- lögð. Margir símanotendur koma einu sinni í viku á stöðina til þess að fá afrit af þeim skeytum, sem þeir hafa sent yfir vikuna. Eg átti von á að fá tækifæri til þess að sjá þarna ýmsar nýjungar í sambandi við tækja- búnað, en í þess stað var allur sá tækjabúnað- ur sem ég sá, hvort heldur sem var í sambandi við símatelex, publictelex eða almenna rit- símaafgreiðslu, kominn vel til ára sinna. Engu að síður fékk ég tækifæri til þess að sjá hvernig þessi þjónusta er uppbyggð og hvernig hún er í framkvæmd. í mörgu er af- greiðslufyrirkomulag ritsimans þar ekki ó- svipað og hér heima, en hvað tækjabúnað við ritsímaafgreiðslu snertir, þá er okkar hlutur mun betri. í sambandi við publictelex, sem einnig er ráðgert að taka upp hér, þá hefur það sýnt sig, að bæði einstaklingar og fyrirtæki hafa not- fært sér það mikið, alveg á sama hátt og síma- telex. Fleira mætti fram taka um þessi mál og mun ég gera það í skýrslu minni til yfirmanna. Ég hafði mikla ánægju af því að fá að heimsækja „Hið MiklaNorræna“, þó minna SÍMAB1.AÐ1Ð 105

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.