Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Page 35

Símablaðið - 01.12.1983, Page 35
Hvernig var kennslunni háttað? Kennsla hófst kl. 9 fyrir hádegi og stóð til kl. 16:30 eftir hádegi, með Wi klst. matar- hléi. Kennslan fór fram á þann hátt, að einn kennari sá um kennslu af segulböndum, til að auka skilning okkar á töluðu máli. Annar kenndi okkur málfræði og sá þriðji æfði okk- ur í að tjá okkur á ensku. Þessi skóli er eingöngu fyrir útlendinga og voru þarna nemendur frá öllum heimsálfum. Ég var eini Islendingurinn í skólanum og hitti engan landa allan tímann, en ég eignaðist marga kunningja, þótt allir nemendurnir væru yngri en ég. Við fórum saman í leikhús undir leiðsögn kennara og einnig skruppum við einn dag yfir til Boulogne í Frakklandi. Auk þess ferðaðist ég ein um helgar með áætlunarbílum um nærliggjandi héruð, en þarna er umhverfi mjög fagurt og margt að sjá. Finnst þér þú hafa haft mikið gagn af þessu námskeiði? Já, mjög svo. En þó álít ég þetta vera held- ur stuttan tima og hefði ég gjarnan viljað vera lengur, til þess að ná betri tökum á málinu. En þar sem ég notaði sumarfríið mitt til þessa náms, þá átti ég ekki gott með að vera lengur, þótt skólinn sé skipulagður þannig, að fólk geti ráðið lengd námstimans. Fékkstu styrk til fararinnar? Ég fékk styrk úr Starfsmenntunarsjóði BSRB og einnig úr Menningar- og kynningar- sjóði FÍS, en að öðru leyti var ég á eigin veg- um. Þetta var mjög ánægjulegur tími og sé ég ekki eftir að hafa eytt sumarleyfinu á þennan máta. Kristjana H. Guðmundsdóttir Myndir: Ásgeir Valur Snorrason Frá AXE- stöðinni F 1 Múla F.v.: Kent Ekman, sænskur ráðgjafi, Kristinn Kristinsson, tæknifulltrúi, Sigmar Jóhann- esson, símv.flokksstjóri, Sævar Guðjónsson, símv.flokksstjóri og Óli Viðar Thorstensen, símv.verkstjóri. í stjórnherbergi í nýju AXE-stöðinni í Múla. Mvnd: Ásgeir Valur Snorrason. SÍMABLAÐIÐ 109

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.