Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 41

Símablaðið - 01.12.1983, Síða 41
anlegum viðskiptamönnum sem eru að leita fyrir sér. Einnig getur maður sem vinnur einn haft þessa tengingu við heimasímann sinn þar sem einhver úr fjölskyldunni tekur við skila- boðum. TENGING VIÐ ANNAN SÍMA ÞEGAR EKKI ER SVARAÐ Þessi þjónusta er skyld þeirri síðasttöldu og kemur að notum við svipaðar aðstæður. Til viðbótar ofangreindu má telja sjálfvirkan langlínulás, stillingu sem takmarkar lengd símtala og kóða sem endurtekur síðasta núm- er sem valið var. ÁHRIF ÖRTÖLVUNNAR? Upptalningin hér að framan gefur ein- hverja hugmynd um þær framfarir sem að undanförnu hafa átt sér stað á sviði síma- tækninnar en þær hafa einmitt byggst á hinni öru þróun örtölvutækninnar. En hver verða áhrif örtölvunnar á störf símvirkja? Fyrir aðeins 2—3 árum varð hér á landi all- mikil umræða um tölvur og áhrif þeirra á at- vinnulífið, bæði á Alþingi, í fjölmiðlum og hjá verkalýðssamtökum. Margir voru svart- sýnir og sögðu að tölvan myndi skapa at- vinnuleysi. Núna hefur örtölvan rutt sér svo víða til rúms og er orðinn svo sjálfsagður hlutur í fyrirtækjum og stofnunum að öll slík umræða hefur dofnað. í síðasta tbl. Póst og símafrétta er þess get- ið að á síðustu 5 árum hafi starfsfólki Póst- og símamálastofnunarinnar fækkað um 4.2% meðan þjóðinni hafi á sama tíma fjölgað um 5.8%. Osennilegt er að tölvutæknin hafi orsakað þessa fækkun á svo skömmum tima þó að út um alla stofnunina megi líta tölvu- skjái og lyklaborð. Að sjálfsögðu hefur aukin sjálfvirkni í símakerfinu og önnur hagræðing komið þar við sögu. Hins vegar er ljóst að þessi nýja tækni mun breyta mörgum störfum og menntuninni sem til þeirra þarf og hugsan- lega fækka fólki í einhverjum starfsgreinum þegar fram líða stundir. Ef við lítum á störf símvirkja, sjáum við að þeir þurfa á stöðugri endurmenntun að halda. Ný tækni krefst nýrrar þekkingar og á sviði fjarskipta koma fram nýjungar með stuttu millibili. Áður en nýja AXE stöðin var sett upp fóru sex símvirkjar til Svíþjóðar til þess að kynna sér hina nýju tækni sem hún byggist á. Þeir Kristinn Kristinsson, tæknifulltrúi, Óli Viðar Thorsteinsen, símvirkjaverkstjóri, Sigmar Jóhannesson, símvirkjaflokksstjóri og Sævar Guðjónsson, símvirkjaflokksstjóri voru 18 vikur við nám hjá Ericsson-verksmiðjunum og eru þeir nú að vinna við lokastig uppsetn- ingarinnar í Múla. Þeir Gunnlaugur Helga- son, símvirkjameistari og Halldór Heiðar Agnarsson, svæðisumsjónarmaður í Kefla- vík, sem dvalið hafa eitthvað skemur í Sví- þjóð, vinna nú við uppsetningu AXE stöðvar- innar í Keflavík. Allstór hópur tæknimanna stofnunarinnar hefur á hennar vegum farið á örtölvunám- skeið og veitir ekki af þegar fjarskiptabúnað- ur byggist æ meir á þessari nýju tækni. En betur má ef duga skal til að halda í við hina öru tækniþróun. Stofnunin verður að hafa vakandi auga á menntunarþörf starfsmanna sinna og jafnframt að skapa þeim góða vinnuaðstöðu. Auk þeirra yfirburða sem AXE stöðin hefur yfir eldri stöðvar, hefur hún þann kost að þurfa miklu minna rými. Gamla stöðin í Múla hefur 16000 simanúmer og fyllir hún tvo stóra sali. AXE- stöð með sama númera- fjölda þyrfti ekki nema annan salinn hálfan svo að kannnske á stofnunin eftir að vinna til baka dýrmætt húsrými þegar fram líða stund- ir sem nota mætti að hluta til að skapa starfs- fólki rýmri og betri starfsaðstöðu. Ekki þurfa símvirkjar að óttast að tölvu- tæknin skapi atvinnuleysi í þeirra röðum. Hið gagnstæða er einmitt líklegra þvi að næg verkefni bíða þeirra um langa framtíð enda auglýsti stofnunin eftir nemum í símvirkjum á árinu og í haust hófu 27 nám í Póst- og síma- skólanum. Nóvember 1983, Andrés Sveinsson SÍMABLAÐIÐ 115

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.