Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1983, Side 45

Símablaðið - 01.12.1983, Side 45
Undir liðnum önnur mál kvaddi Leó Ing- ólfsson sér hljóðs og gerði að umræðuefni skipulag félagsins og vísaði hann m. a. til greinar sinnar í Símablaðinu, 1. tbl. 1983. Hann taldi óeðlilegt að óbreytt skipulag væri búið að standa í 30 ár. Hann taldi hlut sím- virkja fyrir borð borinn. Hann taldi að breyta þyrfti skipulaginu og sagði að þar mætti margt betur fara, og sagði að vinna þyrfti vel að athugun á breyttu skipulagi og varast fljót- færnislegar ákvarðanatökur. Að lokinni ræðu Leós tók formaður til máls og vitnaði í Félagsráðsfund frá 26. maí s. 1., en þar voru skipulagsmálin sérstaklega rædd og rakti hann málið allt frá í janúar er hugmyndir Leós voru lagðar fram. Ágúst sagði að allt mætti skoða og hugsanlega færa til betri vegar og gagnrýni væri nauðsynleg. En ekki hefðu komið fram beinar tillögur um skipulagsbreytingar. Margir fundarmenn ræddu þessi mál. Þorvaldur Jónsson frá Akureyrardeild F.Í.S. sagði að þegar hugmyndir að breyttu skipulagi F.Í.S. voru ræddar á fundi í Akur- eyrardeild, höfðu tæknimenn mætt illa. Þorgerður Einarsdóttir, frá ísafjarðardeild F.Í.S. sagði að þegar rætt var um skipulags- breytingar á F.I.S. á fundi í ísafjarðardeild hafi ekki verið áhugi fyrir hendi að ræða sér- stakar breytingar, né komið fram hugmyndir um breytingar, en á fundinn mætti aðeins einn tæknimaður. Síðasti ræðumaður var Jóhann L. Sigurðs- son, varaformaður F.Í.S. og sagði m.a.: Að hver yrði að gera upp við sig hvað hann teldi vera skynsamlegar tillögu um breytingar á skipulagi félagsins. Ritari l'.Í.S. er Ragnhildur (iiiúniundsdóttir. Fremri röð f.v.: Runólfur Jónsson, Guðný Jónsdóttir, og Kristján Kristjánsson, Aftari röð f.v.: Hafrún Maunúsdóttir, Inger Ester Nikulásdóttir, Magnús Björnsson, Guðrún Helga- dóttir, Hildur Hjálmarsdóttir og Sigrún Ólafsdóttir. Mynd: ÁsKeir Valur Snorrason. Meðfylgjandi mynd er frá Skeytaútsend- ingu Pósts og Síma í Reykjavík. Þar starfa tólf manns, auk lausafólks, það er að segja, á hvorri vakt er varðstjóri, ritari, fjórir bíl- stjórar og tveir til þrír aðilar, sem bera út skeyti í miðbæinn. Ef svo ber við, að öll vakt- in sé inni í einu, eða á vaktaskiptum, er sann- arlega þröngt á þingi. En vísurnar hans Magnúsar varðstjóra lýsa aðstöðunni þarna vel. Vinnuplássið virðist mér vera líkt og skrína. Elskuð sólin ekki hér á oss nær að skína. Þolinmæði að þola neyð þykir undrum sæta. Er nú kannske engin leið okkar pláss að bæta? SIMABLAÐIÐ 119

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.