Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Side 8

Skátablaðið - 01.10.1998, Side 8
Hópurinn sem fór á flokkamótið í Blair Atholl ásamt fararstjórunum Jóni Ingvari Bragasyni og Ásgeiri Ólafssyni. — Ljósmyndir: Jón Ingvar Bragason. Dagana 20. júlí - 10. ágúst 1998 fór 19 manna hópur skáta úr Kópum, Ægisbúum, Mosverjum og Eilífsbúum ásamt farastjórun- um Jóni Ingvari Bragasyni og Ásgeiri Ólafssyni á alþjóðlegt flokkamót í Blair Atholl í Skot- landi. Krakkarnir skiptust í þrjá flokka og starfaði hver flokkur með skoskum skátaflokki á mótinu. Að morgni 20. júlí söfnuðumst við saman í skátaheimili Kópa í Kópavogi klukkan fimm að morgni og þar með var ferðin hafm. Mikil eftirvænting var í hópnum sem hafði frá áramótum verið að fullu að undirbúa sig undir þessa ferð. Við fórum akandi með rútu til Keflavíkur og flugum þaðan til Glas- gow. Á flugvellinum beið okkur skoskur skáti í skátabúning og skotapilsi (að hugsa sér), en sumum þótti einkennilegt að sjá hann í pilsi. Við vorum svo ferjuð í skátaheimili með smárútu sem skátafé- lagið átti og fyrsta deginum eyddum við í miðborg Glasgow. Um kvöldið héldu Skotarnir kvöldvöku fyrir okkur með varðeldi, sem okkur þótti sérstakur, þar sem á honum voru aðeins við, Skotarnir og skátar ffá Möltu sem gistu í skáta- heimilu með okkur. Næsta dag var allt gert klárt því að við áttum að taka lest kl. 11.00 inn í miðborg Glasgow og skipta þar yfir í lest sem flytja átti okkur á mótið. SkÁtMtfrrf— Sjfclpt&jur lípstíll!

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.