Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 27

Skátablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 27
Lun4önum 1997 Ferðin hófst fimmtudaginn nóvember á því að Örvar, Jón Ingvar og Jón Örn komu og sóttu mÍ9 um kl. hálf sex á Lödunni hans Örvars. Við vorum komnir k UPP í flugstöð rúmri klukkustund síðar. Þar var allt skoðað og ^ngum við okkur kvöldsnarl þar. Síðan var lagt af stað í loftið. ffragi hafði bókað okkur í góð sæti og nutum við þess alla leiðina. Þegar kom- ið var á Gatwick flugvöll tókum við rútu lnn í borgina og vorum við komnir á hótelið um kl. eitt. Til allrar hamingju Var Burger King veitingarstaður, beint á m°ti hótelinu, opinn þvi allir vorum við i hi'ðalangarnir svangir. Fengum við okk- Ur góða máltíð. Eitthvað hafa þó ham- ^orgararnir verið misjafnir því einn okk- ar ældi honum alla nóttina og varð eftir a hótelinu daginn eftir. Létum við Burg- er King veitingastaði eiga sig eftir þessa ferð og nutum Mc’Donalds í staðinn. P’í^^hímsfehð 3 Gilwell PáH< Um morguninn var lagt af stað í píla- grímsferð á Gilwell Park. Áður en ferðin hófst fengu allir sér morgunmat og sumir fen§u sér eitthvað meira en við höfðum horgað fyrir, yfirþjóninum til ama. Þá hófst klukkustundar lestarferð. Þegar við homum á endastöðina hittum við gott fólk sem fræddist um för okkar og benti °kkar á góðan samlokustað í nokkurri fjarlægð, því allir vomm við svangir og V|ldum ná okkur í nesti. Áðum við því á ShelJstöð þar sem keyptar vom helstu nauðsynjar. Þaðan var svo haldið fót- 8angandi til Gilwell Park. Bragi hafði Venð spurður um skipulagðar rútuferðir hl Gilwell Park en hann sagði svo ekki Vera- Þegar við vomm rúmlega hálfnaðú a leiðarenda, áðum við í vegarkantinum °g borðuðum nestið okkar. Keyrði þá aætlunarbíll ffamhjá okkur svo þetta var ekki rétt. Við nutum þó þess að ganga fcessa stuttu leið og skoða falleg hús og þó Serstaklega bílaflóruna fyrir utan þau. Þegar við vorum komnir til Gilwell Park var að sjálfsögðu myndataka við hliðið og minjagripaverslunin fékkst opnuð fyrir okkur og versluðu allir sér Gilwell-húfur ásamt mörgum öðrum minjagripum. Þaðan var haldið í skoð- unarferð um staðinn og við sáum fyrir okkur útilegur, skátamót og B-P á gangi um landareignina að virða fyrir sér unga skáta skemmta sér við leiki og störf. Mgtuhog meiLí matur Að þessu loknu var haldið inn í mið- borg Lundúna og merkustu byggingarnar skoðaðar, s.s. Big Ben, Westminister Abbey og þinghúsið. Þaðan var haldið upp á hótel þar sem hópurinn varð heill á ný en einn húfulaus! ítalskur veitinga- staður var heimsóttur og allir fengu nægju sína af pasta og pítsum. Borgin var svo könnuð að næturlagi en fyrst var safnað myndum af símaklefúm til að prýða her- bergi tveggja í hópnum. Næsta morgunn var haldið á Ma- damme Tussaud safnið. Ég náði að vísu með herkjum að fá félagana til að heim- sækja fýrst Planetarium þar sem mót- stöðumenn þeirrar heimsóknar annað hvort sofnuðu eða urðu yfir sig hrifnir af þessari mynd um ferð í gegnum alheim- inn. Stórkostleg sýning sem enginn má missa af. Við fórum síðan á Madamme Tussaud safhið og hittum m.a. B-P og margar aðrar merkar persónur. Eftir þessar skemmtilegu heimsóknir fórum við í skoðunarferð með tveggja hæða strætisvagni um Lundúnir. Fræddumst við þar mikið um borgina og fengum að sjá þessa, mjög svo fallegu flugeldasýn- ingu á miðri Thames ánni. Var síðan haldið heim á hótel með viðkomu á Mc'Donalds. Sá með hamborgaraóþolið fékk sér einn með engu! Af hótelinu var svo haldið á kínverskan matsölustað þar sem við fengum okkur dýrindis hlaðborð með alls kyns mat ffá hinum austræna heimi. Þaðan var haldið í myndsöfhunar- ferð og miðborg Lundúna borin saman við miðbæinn í Reykjavík. Misföfn ájHuggmál Morguninn eftir skiptu leiðir. Ég og Örvar héldum út í eitt úthverfi Lundúna á flugvélasafn og hinir héldu í verslunar- ferð. Ekki veit ég hvað gerðist merkilegt í verslunarferðinni en eitt er víst að sumir eru enn að borga kortareikninginn. Við skoðuðum ffugvélasafn breska flughersins og eyddum við meginhluta dagsins þar og nutum vel. Þegar við komum á hótelið fórum við í stutta gönguferð um Oxfordstræti og fúndum útsölu sem við æduðum að heim- sækja daginn eftir. Mexíkóskur matur var síðan prófaður og áffam haldið í saman- burði miðborga tveggja heima. Síðasta morguninn í þessari ferð not- uðu allir til að ljúka við innkaupin. Við Örvar héldum á útsöluna og keyptum okkur m.a. skyrtur. Einnig rákumst við á töskuútsölu og keyptum eina tösku hvor. Enduðum við síðan þessa góðu ferð á gríðarlega góðum Kebab stað þar sem borðað var heilt fat af mat og höfðum við aldrei áður séð eins stóra skammta. Eig- endur staðarins voru kínverskir skátar sem sögðu okkur skátanúmerin sín. Nut- um við matarins vel og ultum út í orðsins fýllstu merkingu. Heima ef best Á hótelinu hittum við hina og gengum ffá dótinu okkar og héldum út á flugvöll. Var það löng og leiðinleg ferð í rútunni en allir vorum við ánægðir eftir ferðina fýrir utan smá áfall sem ég fékk fyrir utan Leifsstöð þegar ég uppgötvaði að Visa- kortið mitt var horfíð. En sem betur fer hékk það í hylkinu sínu um hálsinn á mér. Við héldum þá upp i Löduna og haldið var heim í Hafnarfjörð. Meö skátakveðju, Ásgeir Olqfsson, Hraunbúum. — Ljósm.: Ásgeir Ólajsson eltfftresstvn m'k.uUjð

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.