Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1998, Qupperneq 31

Skátablaðið - 01.10.1998, Qupperneq 31
Það ríkti mikil stemning á fyrstu æfingu haustsins hjá skátakórnum í Reykjavík enda var nýr stjórnandi mættur til starfa. Það er Örn Arn- arson sem verður með kórinn í vetur en hann þekkja margir úr skáta- starfi í Hafnarfirði. Kórinn hefur starfað í nokkur ár og átt því láni að fagna að hafa afbragðs stjórn- endur við störf. Við tókum nokkra kórfélaga tali °9 forvitnuðumst um starfið. Hvemig tónlist flytur skátakórinn? I vetur verður lögð áhersla á að syngja skátalög sem útsett hafa verið íyrir kór- lr>n ásamt ýmsum léttum sönglögum enda stefnum við á að láta ljós okkar skína á landsmótinu næsta sumar. í fyrra tSfðurn við nokkur lengri verk fyrir jóla- tónleika í Landakotskirkju enda var stjómandinn okkar þá organisti. Við syngjum nánast hvað sem er ef okkur tinnst það skemmtilegt. Syngiðþið alltafí röddwn? Við höfúm aðallega verið að æfa fjór- rödduð lög en vegna skorts á karlpeningi eru® við núna með þrírödduð lög, þ-e a.s. bara eina karlarödd. Þarfmaður þá ekki að vera svaka flinkur td að komast í kórinn ? Nú heyrist skellihlátur og einhver segir Ju Jú en svo er dregið í land og tilkynnt að hver sem geti haldið lagi nokkurn Veginn skammlaust sé velkominn í kór- 'nn. Við erum með alls konar bakgrunn sumir hafa reyndar verið áður í einhverj- uæ kómm en alls ekki allir, við styðj- umst við nótur en stjómandinn fer vel ytn öll lögin og við læmm þau saman. Hvar og hvenær œfið þið ? Við höfúm aðstöðu í salnum á efstu t>æð Skátahússins við Snorrabraut. í Vetur æfúm við á sunnudagskvöldum ^‘Ukkan hálf níu. Þú mátt gjaman geta Pess að þetta er skemmtilegasta pró- Stammið sem er í boði í bænum á SUnnudagskvöldum. Nú heyrist aftur Nellihlátur. Og ekki gleyma að segja frá Skátakórinn í fullum skrúða ásamt fyrrverandi stjórnanda sínum. — Ljósm.: Kórfélagi veitingunum, það em alltaf nýbakaðar kökur og kmðerí með kaffinu. Hvemig hópur er þetta sem nú er í kómum ? Við emm á aldrinum 17 til rúmlega fertug og hvert öðm skemmtilegra. Sum- ir eru á kafi í skátastarfi en aðrir eru bara í kómum og halda sínum tengslum við skátana með þessum hætti. Þetta er ein- mitt fínt fyrir fólk sem nennir ekki að vera á mörgum fúndum og hefúr ekki tíma eða áhuga á að vera á kafi í starfi með yngri skátum. Hvað er framundan hjá ykkur í vetur? Við ætlum fljótlega í æfingabúðir en þá förum við út úr bænum eina helgi og æf- um stíft og skemmtum okkur enn stífar. Það var rosalega gaman hjá okkur í fyrra. Við höldum sennilega tónleika fyrir jólin og stefnum á að grípa öll tæki- færi sem gefast í vetur til að koma ffam. Þú mátt gjaman auglýsa okkur ef fólk vantar gott atriði inn í einhveija uppá- komu á vegum skáta. Reyndar sungum við líka við messur í fyrra. Fasti punkt- urinn hjá okkur er svo sumardagurinn fyrsti en við sjáum alltaf um sönginn í Hallgrímskirkju. Eitthvað að lokum ? Já við viljum endilega hvetja fleiri til að slást í hópinn, við tökum vel á móti nýju fólki, því lofúm við. Fólk getur líka kíkt til okkar í eitt skipti án skuldbindinga og séð til hvort því líst á að vera með. Fátt er skemmtilegra en að eiga sér leyndarmál. Stundum getur verið gaman að geta sent skilaboð sem enginn annar en viðtakandinn getur skilið. Allir flokksmeðlimirnir eiga sívala viðarbúta sem notaðir eru til að vefja mjórri pappírsrasmu utan um og skrifa síðan skilaboðin á ræmuna eins og myndin hór að ofan sýnir. A sama hátt má lesa skilaboðin. há er bara að vona að enginn óviðkomandi só með jafnsvera sívalninga og geti lesið skilaboðin! Prófið aðrar aðferðir til að búa til leyniletur. —j-yjrir e.ld,kres$iMy 3£ÚLulíjð

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.