Skátablaðið - 01.04.2002, Side 2
Skátastarf fyrr og nú
Gnmar myndir
Það var lítið um myndir í Skátablaðinu á fyrstu
árum þess. Myndavélar voru ekki algengar og þá
helst svokallaðar kassavélar, sem fæstar skiluðu
skörpum myndum. Á mínum ritstjórnarárum við
Skátablaðið, var erfitt að fá myndir úr skáta-
starfinu. Skátar og unglingar yfirleitt höfðu ekki
Skátablaðið
2. tölublað - april 2002
Útgefandi:
Ábyrgðarmaður:
Áskrift:
Ritstjóri:
Greinahöfundar:
Prófarkarlestur:
Umbrot og útlit:
Forsíðumynd:
Ljósmyndir:
Prentun:
Bandalag íslenskra skáta
Þorsteinn Fr. Sigurðsson,
framkvæmdastjóri BÍS
Breytingar á póstfangi tilkynnist
í síma 550 9800
Einar Elí Magnússon,
fræðslustjóri BÍS
netfang: einareli@scout.is
sími: 550 9800
Anna María Daníelsdóttir, Ármann Ingi
Sigurðsson, Finnbogi Jónasson, Franch
Michelsen, Haraldur Jóhannsson,
Hörður Zóphaníasson, Ingibjörg
Ágústsdóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir,
Sigurður T. Þórisson, Sólrún
Jónsdóttir, Sólveig Rós Másdóttir,
Þorsteinn Fr. Sigurðsson og fleiri
Hallfríður Helgadóttir
Einar Elí Magnússon
Sigurður T. Þórisson, frá Ds. Vetrarlífi
í Bláfjöllum
Ýmsir skátar
Steinmark hf. prentar blaðið á
vistvænan pappír
1021-8424
Skátablaðið kemur út tvisvar til þrisvar sinnum á ári og er
sent öllum skátum og styrktarfélögum skátahreyfingarinnar.
Greinar sem birtar eru undir nafni höfundar þurfa ekki endi-
lega að túlka skoðanir Bandalags íslenskra skáta.
Bandalag íslenskra skáta
Aðsetur:
Póstfang:
Sími:
Fax:
Netfang:
Heimasíða:
Skrifstofutími:
Arnarbakki 2, 109 Reykjavík
Pósthólf 5111, 125 Reykjavík
550 9800
550 9801
bis@scout.is
www.scout.is
9-17 alla virka daga
Bandalagsstjórn
Skátahöfðingi: Ólafur Ásgeirsson, þjóðskjalavörður
Aðst.skátahöfðingi: Margrét Tómasdóttir,
sviðsstjóri hjúkrunar
Aðst.skátahöfðingi: Helgi Grímsson,
skólastjóri
Hrönn Pétursdóttir, stjómunarráðgjafi
Ritari:
Gjaldkeri:
Meðstjórnandi:
Meðstjórnandi:
Sveinn Grétar Jónsson,
verslunarmaður
Bragi Björnsson, lögfræðingur
Þorbjörg Ingvadóttir,
framkvæmdastjóri
Form. Starfsráðs: Rúnar Brynjólfsson,
forstöðumaður Skjóls
Form. Fræðsluráðs: Eiríkur Guðmundsson,
sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni íslands
Form. Alþjóðaráðs: Hallfríður Helgadóttir,
ritari forstjóra SÍF
Bandalag íslenskra skáta er aðili að WOSM, World
Organisation of the Scout Movement og WAGGGS, World
Association of Girl Guides and Girl Scouts.
ráð á að kaupa sér siík tæki á kreppuárunum. Að
sjálfsöfðu voru hér undantekningar og nú er verið
að leita þeirra.
Guðni Gíslason, fráfarandi ritstjóri
Skátablaðsins, er áhugasamur við myndatökur
og handhafi góðrar myndavélar, eins og sjá má í
Skátablaðinu á ritstjórnarferli hans og er það vel.
Mynd er ekki bara augnabliks gaman, hún
sýnir t.d. einhvern ákveðinn atburð eða minningu,
sem vert er að varðveita. Það getur líka verið
saga eða frásagnarverður atburður að baki
myndarinnar.
Hvort heldur að við miðum við að skátastarf
hafi byrjað á Islandi árið 1911 eða 1912, þá eru
núna 90 ár til að minnast og mun það m.a. verða
gert með Landsmóti á þessu ári. Margt mun að
sjálfsögðu verða rifjað upp, eins og vera ber. En
hvað með myndirnar? Hefir saga skátahreyf-
ingarinnar á íslandi, í myndum, verið tekin föstum
tökum? Ég held að þessi þáttur skátastarfsins
Myndin tekin 1939 viö skála 1. Absalon Rovers skammt frá
Holte, Sjálandi. Þar dvaldi Franch mjög oft um helgar.
hafi orðið útundan. Ég vil því stinga því að rit-
stjóra, já og líka þér, er lest þessar línur, að
athuga hvort ekki sé tímabært að taka á þessu
máli?
Franch Michelsen
fyrrverandi ritstjóri Skátablaðsins
Ffiðarloginn frá Betlehem iil Islnnds
Fyrir síðastliðin jól tóku Islendingar
á móti Friðarloganum frá Betlehem í
fyrsta sinn. Loginn á sér 15 ára langa
sögu sem hófst þegar Austurríska
rfkisútvarpið sendi þarlenda skáta til
Betlehem til að færa heim loga af
Ijósi sem hefur logað í fæðingarkirkju
Krists frá hans dögum.
Dettifoss, skip Eimskips, flutti
logann sjóleiðina frá Danmörku og
sáu skipverjar um að halda honum
lifandi á leiðinni.
Efri mynd: (F.v.) Jón Gunnarsson formaður
Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ólafur
Ásgeirsson skátahöfðingi og Hörður
Zóphaníasson landsgildismeistari við athöfn-
ina í Dómkirkjunni. Auk þeirra tóku herra
Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands og
séra Karl Sigurbjörnsson biskup íslands, við
loganum. Neðri mynd: Meðlimir úr lúðra-
sveitinni Svanur spiluðu í göngunni. Kannast
einhver við básúnuleikarann?
Efri mynd: Forseti íslands, herra Olafur Ragnar Grímsson, ræðir
við skátahöfðingja, Ólaf Ásgeirsson, við afhendingu Ijóssins.
Neðri mynd: Dróttskátar gengu með fána og kyndla frá
Eimskipshúsinu að Dómkirkjunni. Myndir: Torfi Kristleifsson
Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskipa,
afhenti svo Herði Zóphaníassyni landsgildis-
meistara Ijósið, en Hörður hafði einmitt
frumkvæði að komu logans. Síðan var gengið til
Dómkirkju þar sem dreifing logans um landið
hófst með hátíðlegri og hlýlegri athöfn.
Skátafélög, björgunarsveitir og aðrir sem komu
að dreifingu logans eiga hrós skilið fyrir hversu
vel tókst til og verður gaman að sjá þennan
viðburð þróast og dafna á næstu árum. Hver þarf
ekki á örlitlu Ijósi að halda í svartasta
skammdeginu?
2
SKATABLAÐIÐ