Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit
Ávarp skátahöfðingja
Gamlar myndir..............................2
Friðarloginn frá Betlehem..................2
Ávarp skátahöfðingja.......................3
Skátakórinn................................3
íshæk 2002.................................5
Landsmót eftir 100 daga....................6
Ylfingar...................................7
Útivistarskóli á Gufuskálum................8
Ds. Vetrarlíf.............................10
Skátaannáll 1. hluti......................12
Á slóðum njósnara.........................15
Ritstjóri í 10 ár.........................16
Með skátaklútinn í farteskinu.............18
Ert þú kind eða bóndi?....................20
BRNO skátar 2000..........................22
„Gakktu á vegg“...........................23
Skátakórinn hefur staðið í ströngu síðustu mánuði því meðfram
vikulegum æfingum og uppákomum hér og þar hefur hópurinn
verið að taka upp geislaplötu sem inniheldur ríflega 20 skátalög og
þar á meðal mótssöng landsmótsins í sumar. Upptökurnar hafa
farið fram í Víðistaðakirkju og þeim lauk laugardaginn 6. apríl sl.
með maraþonlotu sem stóð til kl. 23.00 það kvöld. Á næstu vikum
verður unnið úr upptökunum, bætt við slagverki og ýmsu skemmti-
legu og vonast er til að diskurinn verði komin í dreifingu um
miðjan maí. Þeir sem vilja panta eintak strax geta heimsótt
heimasiðu kórsins, www.scout.is/skatakorinn og pantað eintak þar.
Annars er það að frétta af kórstarfinu að félagar eru nú ríflega
50 og á aðalfundi kórsins sem haldinn var í mars sl. var Ragnar
Harðarson, Ægisbúum, endurkjörinn formaður kórsins. Stjórnandi
kórsins er sem fyrr Örn Arnarson en hann hefur unnið hreint
kraftaverk með þennan stóra hóp. Félagar kórsins ætla svo
auðvitað að fjölmenna á landsmót og láta Ijós sitt skína þar.
Sjáumst á landsmóti!
Kveðja, kórfélagar
PR0SK0P0S
Þýðir skáti á grísku. Ég skrifa það hér svo þú
takir eftir þessu greinarkorni.
Á þessu ári eru liðin nútíu ár frá því skáta-
starf hófst með formlegum hætti á íslandi þegar
fyrsta skátafélagið var stofnað. í níutíu ár hafa skátafélögin fyrst og fremst
verið félög barna og unglinga. Skátarnir sjálfir hafa stjórnað starfseminni,
skipulagt hana og annast framkvæmd undir eftirliti og með aðstoð
fullorðinna.
Skátahreyfingin hefur leitast við að sinna sérstaklega þeim þörfum
barna og unglinga sem auðvelda þeim að gerast virkir þjóðfélagsþegnar er
geta spjarað sig. Þetta gerðist löngu fyrir daga lífsleikni sem kennslu-
greinar í skóla og reyndar á gjörólikan hátt. Skátahreyfingin varð til vegna
áhuga barna og unglinga á því að stunda útlilegur og félagsstörf í hópi
góðra félaga. Hún opnaði augu almennings um heim allan fyrir ferðalögum
á vit óspilltrar náttúru. Hún kenndi nýjum kynslóðum að ferðast og kynnast
fólki úr fjarlægum löndum. Skátahreyfingin er friðarhreyfing sem stuðlar að
friði með því að auka gagnkvæman skilning og virðingu uppvaxandi
kynslóðar á aðstæðum annarra þjóða, menningu þeirra og trúarbrögðum.
í skátastarfi sem er leikur, áreynsla og skemmtun sem skátarnir sjálfir
annast, felst galdurinn í hugmyndum Baden-Powells. Skátinn lærir að
þekkja umhverfi sitt, vinna með öðrum, stjórna og síðast en ekki síst að
bera ábyrgð. Þetta læra skátar af reynslunni og af starfinu sjálfu. Nútíminn
þarf á fólki að halda sem getur mótað sér sjálfstæðar leiðir til að vinna úr
upplýsingaflóði það sem nýtilegt er. Hann þarf á fólki að halda sem hefur
öðlast sjálfstraust við að koma hlutum í verk. í skátastarfi eru allir skátarnir
virkir félagar.
Ég árna öllum skátum heilla á afmælisári.
ÓlafurÁsgeirsson
skátahöfðingi
kínversku tímatali heita árin dýranöfnum; ár
drekans, ár kanínunnar, ár rottunnar og þar fram eftir
götunum. Mér finnst vel við hæfi að árið 2002 verði
héreftir nefnt „Ár skátans", þó ekki væri nema til
hátíðarbrigða. Ástæðan ef fyrst og fremst sú að það
er svo gaman að tilheyra skátahreyfingunni á þessu ári. Ég get til dæmis
varla beðið eftir landsmótinu á Hömrum í júlí, ég er svo spenntur. En það er
líka nóg annað að gera á árinu. Fyrir utan afmælishátíðina í nóvember má
nefna Hraunbúamót, námskeið, útilegur, Ylfingamót, keilumót, sveitar-
útilegur, félagsútilegur, sundferðir í sumar, kvöldvökur í haust, næturleiki,
ratleiki, hellaferðir, hjólaferðir og svona mætti lengi telja.
Dróttskátar eru nánast ofdekraðir á árinu: íshæk þeirra Norðanmanna
tókst vel að vanda og ekki var Ds. gangan síðri. Dróttskátamót í Skaftafelli
í júni, annað í Þórsmörk i október og sjaldan hefur forsetamerkishópurinn
verið myndarlegri en á þessu ári, ári skátans.
Ég vil, ég get, ég ætla. Meira þarf ekki til ef maður vill njóta þess að vera
skáti - hugmyndaflugið er það eina sem setur okkur takmörk.
Til hamingju með afmælið.
Einar Elí Magnússon.
SKÁTABLAÐIÐ
3