Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 6
lOOdopa!
Þegar þetta er skrifað eru einungis um 100
dagar í landsmót, það er verið að endurskoða
landsmótsvefinn og nýr vefur mun lita dagsins
Ijós innan skamms. Reynt verður að einfalda
vefinn og gera hann aðgengilegri heldur en
gamla vefinn. Þessi vefur mun gegna mikilvægu
hlutverki þessa 100 daga sem eru fram að
landsmóti og einnig vera mjðg áberandi á mótinu.
Stefnt er að því að á landsmóti verði daglegur
fréttaflutningur á vefnum, hægt að skoða upp-
tökur af stórum viðburðum og daglegu lífi á mót-
inu og margt fleira.
En hvað er framundan?
Það sem hefur verið í gangi, en er að fara að
Ijúka er flokkakeppnin Búkolla. Um 100 flokkar
taka þátt í keppninni og eiga aðeins tvö verkefni
eftir. Keppnin endar um miðjan maí. Einhverjir
flokkar hafa ekki skilað síðustu verkefnunum svo
við hvetjum þá til að gera það hið fyrsta. Álfar og
tröll komu saman og völdu dagskrá mótsins! Nú
eiga allir flokkar að vera búnir að skila inn
valdagskránni og munu fá stundaskrána senda í
byrjun sumars. Þeir flokkar sem ekki hafa enn
skilað valdagskránni eru beðnir um að gera það
strax.
Landsmól eftir 100 daga! - nýr lelkur.
I tilefni þess að um hundrað dagar eru þar til
24. landsmót skáta verður sett að Hömrum, efnir
landsmótsstjórn til Þrautaleiks. Leikurinn hófst
þann 13. apríl á landsmótsvefnum
(www.scout.is/jamboree2002) og 'stendur næstu
sjö vikur. í hverri viku birtist ný þraut og það er
um að gera að reyna að svara oft því það eykur
einungis vinningslíkurnar. Dregið verður í byrjun
júni og fá 10 heppnir vinning. Meðal vinninga er,
svefnpoki, göngustafur, skátahandbókin og
landsmótsbolur.
Erlendir skótar fjölmenna ó londsmót!
Frændur okkar Færeyingar ætla sko ekki að
klikka á landsmótinu okkar í sumar því nú þegar
eru tveir 45 manna hópar á fullu við að undirbúa
sig fyrir komuna til l’slands. Það verða því amk.
90 þátttakendur frá Færeyjum og þeir skátar eiga
eftir að setja skemmtilegan svip á mótið okkar.
Einnig koma fleiri en 10 skátar frá, Ástralíu, Hong
Kong, Austurríki, Belgíu, Finnlandi, Noregi,
Danmörku, Þýskalandi o.fl stöðum.
Námskeið
Á nœstunni
Námskeiðahald BIS er með rólegra móti í vor
vegna margra annarra viðburða sem skáta-
foringjar eru duglegir við að sækja.
Næsta námskeið verður haldið helgina 24,-
26. maí. Það er námskeið fyrir starfsfólk útilífs-
skóla skátafélaga. Fjallað er um öryggisþætti,
samskipti við börn og uppbyggingu starfsins í
útilífsskólunum. Þetta námskeið er „möst" fyrir
alla sumarstarfsmenn.
í ágúst verður svo Gilwellnámskeið á Úlfljóts-
vatni. Gilwell er æðsta menntun skátaforingja
og er námskeiðið ætlað skátum 19 ára og eldri.
Seinni part ágúst verður svo flokksforingja-
námskeiðið á sínum stað, 4 nætur á Úlfljóts-
vatni þar sem skátar læra í verki út á hvað starf
flokksins gengur og hvernig er farsælast að
leiða það starf.
Skráning fer fram á skrifstofu BÍS
Lonpor tiiö oð ió nómskeið til þín?
Vantar félagið þitt flokksforingjanámskeið? Veistu um 15 dróttskáta sem vilja fá útilífsnámskeið
til sín? Langar þig að smala saman krökkum úr nokkrum félögum á gítarnámskeið? Vill félagið
bjóða foringjunum sínum á kanó-námskeið nærri heimabyggð?
Leiðbeinendahópur BÍS vex og dafnar með hverju árinu. Þess vegna er hægt að senda
námskeið hvert á land sem er með nægilegum fyrirvara. Hafðu samband við skrifstofu BÍS og
pantaðu námskeið fyrir þig og þitt félag. Síminn er 550 9800.
Skótanámskei ð
Fræðsluráð heldur yfir 20 námskeið á
hverju ári í nánast öllu sem viðkemur
skátafræðum. Meðal þeirra námskeiða sem
voru haldin í vetur eru:
-Leiðbeinendanámskeið í september.
-Sveitarforingjanámskeið í október.
-Vítamín fyrir flokksforingja í nóvember.
-Dróttskátanámskeið í nóvember.
-Útilífsnámskeið í febrúar.
-Skyndihjálparnámskeið í febrúar.
Skátum er bent á að skoða Skátadagatalið
gaumgæfilega og skrá sig tímanlega á þau
námskeið sem þeir hafa áhuga á að sækja.
Mörg félög standa sjálf fyrir námskeiðum og því
er gott að hafa samráð við stjórn félagsins um
það hvaða námskeið eru sótt. Skráning á
námskeið fer fram á skrifstofu BÍS.
6
SKÁTABLAÐIÐ