Skátablaðið - 01.04.2002, Page 7
Ylfingar
, wiv., - ^
+4'- - sn ... l*‘
Þann 8.-9. júní nk. verður sjötta Ylfingamótið
haldið og verður það á Úlfljótsvatni. Mótið í ár
verður með svipuðu sniði og mótin sem hafa
verið haldin áður en þó með einhverjum
breytingum Þema mótsins er Dýrheimar þar sem
hugmyndin að ylfingastarfi byggist á sögunni um
Mowgli í Dýrheimum.
Ylfingamót stendur yfir frá hádegi á laugardegi
til seinni parts á sunnudegi og er sofið í eina nótt.
Dagskráin byrjar strax eftir setningu á laugardegi,
á laugardagskvöldinu er kvöldmatur í boði
mótsins og kvöldvaka þar á eftir með tilheyrandi
skemmtiatriðum og húllum hæi. Á sunnu-
dagsmorgni er að sjálfsögðu tjaldbúðaskoðun og
fáni og verða veitt verðlaun fyrir bestu tjaldbúðina
við slit á mótinu. Eftir fána heldur dagskráin
áfram fram að slitum. Dagskrárliðir eru t.d. sund,
kassabílarallí, reiptog yfir ána, þrautabraut, fyrs-
ta hjálp og margt fleira.
Gæsla verður á staðnum allan tímann frá
Hjálparsveit skáta í Kópavogi og erum við því í
öruggum höndum þeirra.
Ylfingamót hafa tekist með afbrigðum vel og
hafa krakkarnir komið ánægð heim reynslunni
ríkari og búin að eignast fjölda nýrra vina út um
allt land.
Nánari upplýsingar er hægt að fá á
www.scout.is eða á skrifstofu BÍS í síma 550 9800.
Á mótinu eru starfræktar sérstakar tjaldbúðir
þar sem fjölskyldur skátanna og vandamenn geta
sett niður tjaldið sitt, tjaldvagna eða fellihýsi og
tekið þátt í landsmótsævintýrinu. Fjölbreytt
dagskrá er í boði í fjölskyldubúðum fyrir alla
aldurshópa og því ættu allir
að finna sér eitthvað við sitt - —
hæfi. Ekki þarf að tilkynna
þátttöku í fjölskyldubúðir.
Hægt er að dvelja í
fjölskyldubúðum eins lengi
og gestir óska þess.
Þátttakendur í fjölskyldu-
búðum annast sjálfir um
matinn fyrir sig en
mögulegt verður að kaupa
hráefni í verslun mótsins
s.s. brauð, álegg, mjólk, (
gos, morgunmat, pylsur,
samlokur og grillkjöt.
Þátttökugjald í fjölskyl- ,
dubúðum er kr. 1.500,- fyrir
hvern einstakling 10 ára og eldri (fæddir 1992 og
eldri) óháð því hversu lengi dvalið er. Þá er
greitt kr. 500 pr.tjald pr. nótt.
Við hvetjum hér með alla til að mæta á
landsmótið í sumar, þú sérð ekki eftir því!
Sumarbúðir skóta
-„éo vil vera þar...“ •
„Ævintýri" er það
orð sem best lýsir
dagskránni á Úlfljóts-
vatni. Áhersla er lögð
á útiveru, göngufer-
ðir, og náttúru-
skoðun, íþróttir, leiki,
sund og bátsferðir.
Auk þess er boðið
upp á margvíslega
föndurvinnu, dular-
fulla og spennandi
fjársjóðsleitir, frum-
byggjastörf, vatna-
safarí, gróðursetning, leiklist, kvöldvökur,
varðeldar, klifur í klifurturni, sig, íþróttamót og
margt fleira. Áratuga reynsla er af starfi
sumarbúðanna á Úlfljótsvatni og dagskráin
því margprófuð og vel samansett en er þó
alltaf í takt við nútímann.
Þrjór tegundir nómskeiða!
Nú er boðið upp á þrjár tegundir
námskeiða fyrir börn og unglinga. Börn frá 8
til 12 ára eiga möguleika á að koma á
almenn fimm daga námskeið sem verða átta
talsins í sumar. Unglingum 13 til 16 ára gefst
kostur á að upplifa spennandi hluti á einu
vikulöngu námskeiði. Auk þess er eitt
fjögurra daga krakkanámskeið fyrir 6 til 8 ára
börn, en í fyrra var það reynt í fyrsta skipti og
þótti takast mjög vel.
Á heimasíðu Sumarbúða skáta á Úlfljóts-
vatni (www.scout.is/sumarbudir) er hægt
að nálgast allar frekari upplýsingar um
námskeiðin í sumar, skrá sig og skoða
myndir úr sumarbúðunum sem eru
uppfærðar daglega!
Einnig er tekið við skráningum í
Skátamiðstöðinni, s. 550 9800.
® * ..
SKÁTABLAÐIÐ
7