Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 18

Skátablaðið - 01.04.2002, Blaðsíða 18
Viðtal Heö skóloklólinn Ifarteskinu íslenskur skóli ó monnréllindovokl ó Vesturbokkonum Aðalsteinn Þorvaldsson er 2ó ára guð- frœðingur og sveitarforingi Sjóarasveitar í skátafélaginu Ægisbúar. Hann byrjaði í skátastarfi 22 ára gamall eftir að Sigfús Kristjánsson vinur hans bauð honum með í félagsútilegu. Nú leggur Aðalsteinn land undir fót á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar og œtlar sér að eyða nœsta hálfa árinu innan um sprengjuregn og stríðandi fylkingar Israela og Palestínumanna. „Þegar ég var á öðru ári í guðfræðinni bauð Sigfús mér í félagsútilegu. Hann var búinn að vera mjög lengi í skátunum, hafði gengið i gegn- um allt prógrammið. Ég hafði mikinn áhuga á að kynnast þessu skátalífi og fór með í útileguna. Hún var svo æðislega skemmtileg að ég ílengdist og hef verið skáti síðan. Ég hef til dæmis verið forstöðumaður útilífsskóla Ægisbúa í tvö ár, sem er mjög gaman og hefur tekist mjög vel, enda höfum við verið með frábæra starfsmenn og það skiptir höfuðmáli í útilífsskólum," segir Aðalsteinn um skátastarf sitt og sýnir það og sannar að það er aldrei of seint að byrja. En hver var kveikjan að þessari þátttöku í hjálparstarfinu? Tengist það guðfræðináminu? „Já já, maður hefur auðvitað alitaf vitað af hjálparstarfi kirkjunnar, fylgst með í fréttum og „Ég er ekki að fara út vegna þess að ég hef einhverja dauðaósk eða sé að fara í Rambó-leik. Ég er ekki spennufíkill." öðrum fjölmiðlum, og ég hef alltaf viljað taka þátt í þessu. Svo var auglýsing í Morgunblaðinu fyrir síðustu jól um að það væri laust pláss á mann- réttindavakt í Palestínu. Mér fannst þetta mjög heillandi, sótti um og fékk plássið. Ég fer til Danmerkur 17. febrúar ásamt Svölu Jónsdóttur fjölmiðlafræðingi. Þar förum við á námskeið og fræðumst um hvað starfið gengur út á; skýrslugerð og að standa vörð um mannréttindi. Við lærum líka um stjórnmál og sögu þessa svæðis og fáum svolitla kennslu f arabísku, svokallað Arabic Survival Kit námskeið," segir hann og brosir út í annað, virðist ekki mikla það fyrir sér að stökkva úr örygginu hér heima, læra í snarhasti tungumál sem mörgum finnst óskiljan- legt og dvelja svo í hálft ár á stríðshrjáðu átakasvæði. Stœrsfa íriðorhreyfing í heimi En í hverju felst mannréttindavakt? „Hún felst í því að standa vörð um mann- réttindi með því að skrá niður mannréttindabrot og ofbeldi af beggja hálfu, ísraelsmanna og Palestínumanna. Við erum eingöngu í þvi að skrá brot en hinsvegar ekki i því að ganga á milli manna. Starfið er mjög mikilvægt, það er nauðsynlegt að öll brot séu til á skrá svo að fólk geti ekki hlaupist undan ábyrgð þegar kemur að því að menn átta sig á því að þetta gengur ekki lengur og gripa í taumana. Við framkvæmum þessa vakt í rauninni hvar sem við komum en það eru ákveðnir staðir, t.d. „checkpoints" eða varðstöðvar, þar sem Palestínumenn hafa til dæmis sí og æ þurft að biða í fleiri klukkutíma eftir því að fá að komast leiðar sinnar, jafnvel inni á sínu eigin landi eins og frá Vesturbakkanum og inn á Gasa. Það er allt voðalega erfitt þarna, iðnaður, félagsstarf og margt annað hefur verið kýlt niður og stöðvað þannig að Palestínumenn eiga mjög erfitt með að koma fótum undir ýmis- legt sem okkur þykir sjálfsagt eins og heilsu- gæslu, iðnað, samgöngur o.s.frv. Einnig er verið að vinna að því að fá ísraelsk og palestínsk friðarsamtök til að tala saman. Samskiptaleysi hefur mjög alvarleg áhrif. ísraelsk friðarsamtök hafa kannski ekkert sérstaklega 18 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.